Skírnir - 01.01.1889, Page 73
AFRÍKA.
75
einn af mönnum hans honum á «tind alþakinn salti». f>á,
segir Stanley, komu mér i hug orð Tennysons:
Some blue peaks in the distance rose
And white against the cold white sky
Shone out the crowning snows.
Bláir tindar risu í fjarska
og hvítur við hinn kalda hvita hirain
skein krýnandi snjór,
4) vatn fyrir sunnan Albert Nyanza, sem hann heldur að hafi
afrennsli í Congófljótið. Hann heldur líka, að hann hafi séð
þetta vatn á ferð sinni þvert yfir Afríku 1876. í fimmta lagi
hefur Stanley fundið, að vatnið Albert Nyanza nær ekki eins
langt suður á við eins og menn hafa haldið og að það grynnkar
á hverju ári. Emin sagði honum, að þar sem hefði verið eyjar
fyrir 8 árum, væri nú þurrt land og þéttbýlt.
Nákvæmari fréttir af ferð Stanleys verða að bíða þangað
til hann kemur sjálfur til Evrópu.
í Suður-Afríku eiga Englendingar mikið land. Hollend-
ingar ráða reyndar nokkru, því þeir hafa stofnað tvö blómleg
þjóðveldi þar suðurfrá, og svo margir Hollendingar eru í nýlend-
um Englendinga þar, að þeir hafa flokk sér á þingi i Capstaðnum.
Englendingar eiga nú ströndina að eignum þjóðverja vestan-
til og að eignum Portúgalsmanna austantil. I landinu fyrir
ofan þá búa villuþjóðir og eiga þeir brösótt við þær; lönd
þeirra aukast á hverju ári og bráðum eiga þeir mikinn geira
eða fleig þar inn í Afríku. þjóðverjar öfunda þá og segja t. d.
þeir hafi sent Stanley að leita að Emin Pasja til að geta svælt
undir sig meira land í Afríku. þjóðverjar hafa verið óheppnir
i Afriku, en það er að nokkru leyti sjálfum þeim að kenna,
eins og Bismarck sjálfur hefur játað.
Öllum kemur saman um, að hið versta átumein Afríku er
þrælasalan; mörg héruð eru eydd á hverju ári af Aröbum
þannig að þeir taka höndum alla þá ibúa, sem þeir geta náð
og drepa hina. Siðan eru hlekkir lagðir um hálsinn á þeim
og þeir eru teymdir til hafs langar leiðir i hala rófu. Margir
þeirra deyja á leiðinni af illri meðferð. það verður ekki of-