Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1889, Page 74

Skírnir - 01.01.1889, Page 74
76 AFRIKA. sögum sagt af öllum þeim hryllingum, sem fyrir þeim liggja, áður en þeir komast i sjálfan þrældóminn. Nú hafa eins og áður er sagt (bls. 52) Englendingar, þjóðverjar, Italir og Portugalsmenn skip á vakki fram með austurströnd Afriku, sem banna allan útflutning þræla. En það stoðar litið, þó þrælasölumönnum sé bannað að komast út frá þeim hluta Afríkustranda. Aðrir hlutar strandarinnar eru þeim opnir. þess vegna hefur Lavigerie kardináli frá Algier tekið sig upp og ferðast nú og prédikar krossferð móti þrælasölu og þrælahaldi. Hann hefur farið til Englands, Belgíu, þýzkalands og fleiri landa og er alstaðar vel tekið. þess má hér geta að 14. mai 1888 var þrœlaliald numið úr lögum í Brasilíu. Keisarinn var þá í Evrópu að leita sér lækninga, en dóttir hans staðfesti lögin í hans nafni. Asía. Kínverjar eiga brösött við Ameríku og Ástralíu og skal jeg segja frá því síðar. Annars er lítið af þeim að segja nema hallæri og hungursdauða, vatnsflóð og þvíumlíkt. Kín- verja munar lítið um þó þeir missi milión manns úr þessu, því nóg er eptir samt. þeir eru nú farnir að leggja járnbrautir, en eru í því eins og öðru á eptir Japansmönnum. I Japan er nú fjöldi af járn- brautum. Kínverjakeisari er tæplega kominn til lögaldurs enn og stýrir móðir hans landinu. Hann á að fara að kvongazt og höfðu Kínverjar ekki hugann meir á öðru en því kvonfangi árið 1888. Rússar hafa gjört leynilegan samning við Kóreu, sem er undirland Kinverjakeisara. Kínverjar róa nú að því öllum ár- um að spilla þar fyrir Rússum, en hefur ekki tekizt það enn. Japansmenn hafa sent menn út um öll lönd til að kynna sér stjórnarhorf og stjórnarskipun. þeir ætla að sjóða saman

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.