Skírnir - 01.01.1889, Qupperneq 78
80
AMERÍK.A.
En Ameríkumenn vilja líka takmarka innflutningana frá
Evrópu og ekki leyfa lengur að allskonar illþýði og úrhrak sé
sent til sín þaðan. Frumvarp til laga um innflutninga er i
nefnd á þingi og verður sjálfsagt að lögum. Efnalausum mönn-
um, glæpamönnum og öðrum, sem ekki hafa óflekkað mann-
orð, sósíalistum, anarkistum (stjórnleysingum) o. fl. skal ekki
leyft að stiga fæti á land. Konsúll eða sendiherra Bandaríkj-
anna á þeim stað sem þeir koma frá, gefur þeim vottorð um,
að þeir séu Bandaríkjunum hæfir. Hver maður, sem flyzt inn í
Bandaríkin, verður að borga i nefskatt þar sem hann stigur á
iand 5 dollara (18 krónur 65 aura). Enginn maður getur
orðið borgari í Bandaríkjunum, nema hann geti lesið, ritað
og talað ensku og sé reyndur hvort svo sé.
Frá fiskisamningnum hef jeg sagt frá i Engiandsþætti.
Ráðherradeildin feildi hann og erindreki Englendinga, Chamber-
lain, hafði ekki annað upp úr samningunum, en að hann náði
sér í konuefni í Washington og kvongaðist.
í mai var stofnuð sérstök stjórnardeild fyrir akuryrkju.
í Bandaríkjunum er barizt mikið um áfenga drykki. I
rikinu Maine er algjörlega bannað að selja áfenga drykki nema
i lyfjabúðum. Samkvæmt lögum þeim, sem heita «LocaI
Option Law» má hver sveit fyrir sig greiða atkvæði um, hvort
leyft skuli að selja áfenga drykki. New Hampshire, Massa-
chusetts og Pennsylvania greiða atkvæði um það 1889. I
Pennsylvaniu eru bjór- og brennivinsgjörðar-staðir svo margir,
að þeir eru um 90 milióna króna virði. Samkvæmt því sem
hæztiréttur í Bandaríkjunum hefur áður dæmt, þá tapa eig-
endurnir þessu fé og fá engar skaðabætur. Stjórnin í Washing-
ton tekur 90 króna skatt af hverjum sölustað áfengra drykkja í
Bandarikjunum, en auk þess tekur hvert ríki skatt af þeim t. d.
Minnesota, Nebraska og Georgía 3,600 krónur af hverjum
sölustað. New York, Nebraska og Connecticut greiða atkvæði
1890 um þetta mál.
Bandaríkin hafa verið 38, en nú hafa 5 fylki orðið ríki,
svo nú eru þau 43. Verður þá lika að bæta 5 stjörnum við
hinar 38 á fána Bandaríkjanna.