Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1889, Side 80

Skírnir - 01.01.1889, Side 80
82 ÁSTRALÍA. ráðaneytið og þingið vildu ekki taka við þessum jarli og færðu ýmsar ástæður til þess. Ein var sú, að Blake væri á móti sjálfsforræði Ira og hefði aðrar skoðanir en ráðaneytið og þingið. Ráðgjafinn í Lundónum ætlaði fyrst að hafa sitt fram með hörku, en þegar hann sá að íbúarnir í Queenslandi voru samtaka í þessu máli, þá lét hann undan, því hann gat ekki neytt upp á þájarli. þessi sigur vakti mikla eptirtekt íÁstralíu; eptir þetta vilja víst nýlendur Englendinga hafa hönd í bagga með jarlskosningum og láta ekki stjórnina í Lundúnum vera eina um hituna. Ástralía hefur nú töluverðar bókmenntir. Árið 1888 var haldin mikil hátíð í minningu þess, að það ár voru 100 ár liðin síðan Astralia var byggð. Stór sýning var haldin í MeL bourne; margar bækur komu út um framfarir Astralíu o. s. frv.; ein af bókum þessum hét «Selection of Australian Poetry, 1788 —1888» (Úrval úr áströlskum skáldskap, 1788—1888). Ástralíubúar eiga mörg skáld, en höfuðskáld þeirra var Alfred Domet1) 1817—88. Kvæði eptir hann stóðu 1837 i enskum tímaritum, en siðan flakkaði hann um viða veröld og vissi eng- hvar hann var niður kominn. Browning1) hélt minningu hans á lopti með kvæðinu, «What’s become of Waring?» (Hvað hefur orðið af Waring (Domett)?). Arið 1872 sendi hann langa kviðu frá New Zealand til Englands og var þá orðinn æðsti ráðgjafi þar. Kviðan var úr Ástralíusögu og hét «Ranolf and Amohia», Browning og Tennyson lofuðu hana mjög mikið. Árið 1878 kom út kvæðasafn eptir hann og var meðal þeirra jólasálmur, sem Longfellow Iofaði mikið. Hinn mest ástralski af öllum áströlskum skáldum var samt Adam Lindsay Gordon 1833—70. Hann var fjárbóndi mikill og svo mikill hestamaður og reiðmaður, að aldrei hefur annar eins þekkst á sjálfu Englandi. Kvæði hans lýsa eins vel hugs- unarháttum Ástralíubúa og sögur Bret Hartes lýsa Kaliforníu. Mörg kvæði hefur hann ort sem líkjast Skúlaskeiði og «Ríðum, ríðum, relcum yfir sandinn* eptir Grím Thomsen og eitt af kvæðum hans er talið hið bezta veðreiðarkvæði á enskri tungu. New Zealand var komið í skuldir vegna þess, að miklu ') sjá Euglandsþátt.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.