Skírnir - 01.01.1889, Side 83
MANNALÁT.
85
um elstu lög Evrópu og Indlands og um stjórnarhorf í Evrópu
^Popular Government, 1885) eru hið ágætasta í sinni röð.
Loris Melikoff, fæddur 1824. Hann var yfirforingi yfir
Asíuher Rússa í ófriðnum 1877—78 og seinna var hann settur
til að kæfa niður nihilistana, en þess varð honum ekki auðið.
Francois Achille Bazaine, fæddur 1811, bardist á unga
aldri í Afríku og fékk þar kross heiðursfylkingarinnar. Siðan
barðist hann á Spáni. 1 Krímstríðinu sýndi hann af sér hreysti.
Arið 1862 var haun sendur til Mexicó. Hann var gerður að
marskálk og hélst við i Mexicó til 1867, komst opt í kröggur
en sýndi af sér dugnað og röggsemi. í ófriðnum 1870—71
átti hann margar stórorustur við þjóðverja nálægt Metz og
vann hvorugur á öðrum. Eptir bardagann við Sedan settist
hann i Metz og sátu þjóðverjar þar um hann í 7 vikur. Hann
gafst síðan upp með 180,000 manns og flýði sjálfur til Eng-
lands. Hann var dreginn fyrir lög og dóm og stóð málið
lengi yfir. Hann var dæmdur til dauða, en Mac Mahon for-
seti breytti því i 20 ára fangelsi. Hann var settur í fangelsi
á eynni Sainte Marguerite í Miðjarðarhafi. þegar hann hafði
verið þar 9 mánuði bjargaði kona hans honum út eina nótt.
Hann settist siðan að í Madrid og dó þar í fátækt.
Leboeuf, franskur marskálkur úr stríðinu 1870—71 dó líka
þetta ár.
Prjevalski, nafnfrægur rússneskur ferðamaður, hefur látizt
þetta ár. Hann hefur ferðast um Miðasíu og kannað mikinn
hluta hennar. Hann hefur komið viða þar sem enginn Evrópu-
maður hefur stigið fæti. Hann dó á ferð austarlega í Mið-
asiu og lagði svo fyrir, að legstaður sinn skyldi vera þar
en lík sitt skyldi ekki flutt til Rússlands. Rússakeisari skipaði
að héraðið og bærinn þar sem hann dó, skyldi heita i höfuðið
á honum. Var orpinn haugur eptir hann að fornum sið og
reistur bautasteinn.
ítalir hafa misst tvo merkismenn árið 1888, Mancini og
Robilant. Mancini hefur opt verið i ráðaneyti, var góður lög-
fræðingur og mikill skörungur. Robilant hefur verið utanrikis-
ráðgjafi um tíma og bundið þrenningarsambandið við þjóðverja