Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1889, Síða 91

Skírnir - 01.01.1889, Síða 91
ÍSLAND. 93 þjóðlífið með fögrum litum og drottnun ímyndunaraflsins yfir öðrum gáfum, þetta alit bendir á að þessi íslenzki skáldskapur og allt hið andlega líf íslands á 19. öld heyri undir stefnu þá sem kallast «Romantik». Nú hefur þessi stefna lifað sitt feg- ursta á íslandi eins og annarstaðar; skáldkraptur hennar þverrar; hún trénast upp og lítur of stórt á sig. Hinn islenzki skáldskapur rakti rætur sínar til fornaldarinnar, var þjóðlegur og frábitinn tilgerð og tildri og form hans var vandað. þess- vegna hljóp hann ekki út í gönur eins og Romantikin gerði sumstaðar. Reyndar er islenzkur skáldskapur oft ónáttúrlega bundinn af þessu formi og enginn hefur enn þorað að leysa þau bönd, en þau gefa þau honum aptur harða og hljómandi festu, þegar skáldið kann að fara með þau. Islenzkur skáldskapur hefur enn auk rims og fleira, höfuðstafi, stuðla og hendingar; án þeirra getur ekkert islenzkt kvæði verið; hann brúkar enn hina einföldu kveðandi Sæmundar Eddu og hina margbrotnu kveðandi skáldanna; þannig er hann auðugri að skáldskaparháttum og á hægra með að láta hreyfingar sálar- innar i Ijósi með hinum vtra búning en nokkur annar skáld- skapur. Málið er sniðið eptir Snorra Eddu og Heimskringlu; það er sneitt hjá öllum útlendum orðum og jafnvel, í stað orða sem ganga um öll lönd eru smiðuð íslenzk orð. það er samt ómögulegt að sneiða hjá öllu útlendu og þegar fornmálið er búningur efnis frá nítjándu öld, tilfinninga og hugsana vorra tíma, þá fær það allt annan blæ. Fornaldarinnar blæ hefur mál skáldskaparins haldið bezt i erfiljóðum; af þeim er is- lenzkur skáldskapur eins og norskur mjög auðugur; þau eru einkum hjá Bjarna Thorarensen, i kveðandi Sæmundar-Eddu (fornyrðalagi), og gjalla opt hermannlega, eins og stæltum brönd- um slái saman; íslenzkur kveðskapur er lika eins auðugur og norskur af kvæðum um ættjarðarást. í þeim lcoma fram pólit- iskar óskir skáldanna og hin sterka ást þeirra til Fróns. Flestir þeirra bera saman fornöld og nútima; þeir taka sterklega fram krapt og mikilmennsku fornaldarinnar og sleppa gjörsamlega að geta um hinar fimm aldir, sem eru milli þessara tveggja tima. þeir kveða um fjöll ættjarðarinnar, fald fjallkonunnar (þeir meina með því jökla og jökultinda), krystallsár, háa fossa,
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.