Skírnir - 01.01.1889, Qupperneq 91
ÍSLAND.
93
þjóðlífið með fögrum litum og drottnun ímyndunaraflsins yfir
öðrum gáfum, þetta alit bendir á að þessi íslenzki skáldskapur
og allt hið andlega líf íslands á 19. öld heyri undir stefnu þá
sem kallast «Romantik». Nú hefur þessi stefna lifað sitt feg-
ursta á íslandi eins og annarstaðar; skáldkraptur hennar
þverrar; hún trénast upp og lítur of stórt á sig. Hinn islenzki
skáldskapur rakti rætur sínar til fornaldarinnar, var þjóðlegur
og frábitinn tilgerð og tildri og form hans var vandað. þess-
vegna hljóp hann ekki út í gönur eins og Romantikin gerði
sumstaðar. Reyndar er islenzkur skáldskapur oft ónáttúrlega
bundinn af þessu formi og enginn hefur enn þorað að leysa
þau bönd, en þau gefa þau honum aptur harða og hljómandi
festu, þegar skáldið kann að fara með þau. Islenzkur
skáldskapur hefur enn auk rims og fleira, höfuðstafi, stuðla og
hendingar; án þeirra getur ekkert islenzkt kvæði verið; hann
brúkar enn hina einföldu kveðandi Sæmundar Eddu og hina
margbrotnu kveðandi skáldanna; þannig er hann auðugri að
skáldskaparháttum og á hægra með að láta hreyfingar sálar-
innar i Ijósi með hinum vtra búning en nokkur annar skáld-
skapur. Málið er sniðið eptir Snorra Eddu og Heimskringlu;
það er sneitt hjá öllum útlendum orðum og jafnvel, í stað orða
sem ganga um öll lönd eru smiðuð íslenzk orð. það er samt
ómögulegt að sneiða hjá öllu útlendu og þegar fornmálið er
búningur efnis frá nítjándu öld, tilfinninga og hugsana vorra
tíma, þá fær það allt annan blæ. Fornaldarinnar blæ hefur
mál skáldskaparins haldið bezt i erfiljóðum; af þeim er is-
lenzkur skáldskapur eins og norskur mjög auðugur; þau eru
einkum hjá Bjarna Thorarensen, i kveðandi Sæmundar-Eddu
(fornyrðalagi), og gjalla opt hermannlega, eins og stæltum brönd-
um slái saman; íslenzkur kveðskapur er lika eins auðugur og
norskur af kvæðum um ættjarðarást. í þeim lcoma fram pólit-
iskar óskir skáldanna og hin sterka ást þeirra til Fróns. Flestir
þeirra bera saman fornöld og nútima; þeir taka sterklega fram
krapt og mikilmennsku fornaldarinnar og sleppa gjörsamlega
að geta um hinar fimm aldir, sem eru milli þessara tveggja
tima. þeir kveða um fjöll ættjarðarinnar, fald fjallkonunnar
(þeir meina með því jökla og jökultinda), krystallsár, háa fossa,