Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1894, Page 2

Skírnir - 01.01.1894, Page 2
2 Löggjöf og landstjórn. Bjarnarson, lektor í Reykjayík, þm. Borgarfjarðars., Þorlákur (juðmundsson, bóndi í Fífuhvammi, 2. þm. Árness., Þorleifur Jónsson, cand. phil., bóndi í Stóradal, 2. þm. Htiuavatuss. — Nöfn þeirra þingmanna eru hér sett með skáletri, cr eigi áttu saeti á þingi við næstu kosningar áður. Lands- höfðingi sctti alþÍDgi miðvikudaginn 1 ágúst; var það 12. þÍDg raeð lög- gjafarvaldi, en hið 2. aukaþing, sem háð kefur verið. Alþingi var slitið þriðjudaginn 28. ágóst. Allir þeir, er sæti áttu á þinginu komn þar nema Klemens Jónsson. Embættismenn á þinginu urðu þcssir: Benedikt Sveinsson forscti í sameinuðu þingi, cn Tryggvi GunDarsson varaforseti, Árni Thorsteinson forseti i efri deild og varaforseti Lirus E Sveinbjörns- son, Þórarinn Böðvarsson forseti í neðri deild og Ólafur Briem varafor- seti. Sameinað þing kaus til efri deildar úr llokki hinna þjóðkjörnu þing- manna: Guttorm Vigfússon, Jón Jakobsson, Jón Jónsson, 2. þm. N.- Múlas., Sigurð Jensson, Sigurð Stefánsson og Þorleif Jóusson. Skrifstofu- stjóri þiugsins varð Dr. phil. Jón Þorkelsson frá Kaupmannahöfn. Lagafrumvörp þau, er komu fram á þinginu, voru 37 að tölu, eitt er stjórnin lagði fyrir þingið, en hin öll frá þingmönnum. Af þeim voru 18 samþykkt sem lög, 1 fellt, 13 ekki rædd til fulinustu og 2 tekin aptur. Þingið hafði og til meðfcrðar 15 tillögur til þingsályktuuar og samþykkti 12 af þcim, en 3 voru felldar. Ein fyrirspurn var borin upp. Af frum- vörpum þein., er hlutu samþykki alþingis, ber fyrst og fremst að telja frumvarp til stjórnarskipunarlaga um liin scrstöku málefni Islands, öld- ungis samhljóða frumvarpi því, er síðasta þing samþykkti. Flutningsmaður þess var Bencdikt Sveinsson; hélt hann langa inngangsræðu fyrir því, en að öðru leyti gekk þið nálega umtalslaust gegnum báðar þingdeildir. í neðri deild var það samþykkt i cinu hljóði, en 2 þingmenn greiddu at- kvæði gegn því í efri deild. Alþingi samþykkti og 4 frumvörp önnur, er öll standa i nánu sambandi við stjórnarskránnálið, og sncrta ýmsar breyt- ingar á landstjórninni, sem gjört er ráð fyrir i stjórnarskrárfrumvarpinu. Frumvörp þessi voru: um kosningar til alþingis, um ráðgjafaábyrgð, um afnám embœtta, og um laun landstjórnar þeirrar, er stcipa skal þá er hin cndurskoðaða stjórnarskrá er staðfest. — Af öðrum lagafrumvörpum er hlutu samþykki þingsins voru tvö merkust: um bann gegn botnvörpuveið- um og um búsetu fastalcaupmanna á Islandi. Með því að þetta þing stóð svo skamma stund yfir, urðu mörg af hinum merkari málum, er það hafði til meðferðar, cigi rædd til fullnustu, hafa ýms þeirra komið áður fram á alþingi, en ýmist verið felld, eða

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.