Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1894, Side 14

Skírnir - 01.01.1894, Side 14
14 Samgöngumál. mönnum voru þó máli þessu meðmæltir; var miklu meira rætt á þinginu nm þetta mál en nokkuð annað, var bæði mælt með því og móti með miklu kappi og mælsku, og varð frumvarpið fyrir nokkrum breytingum, raeðan á þessu stóð. Vcittu flestir máli þessu mikla eptirtekt og nefndu það almennt „Stóra málið“. Svo lauk að frumvarpið komst gegnum ueðri deild, þó með litlum atkvæðamun. Að lokum dagaði það uppi í efri deild, og voru þó margir þvi þar meðmæltir, en vildu breyta því nokkuð frá þvi, sem neðri deild skildi við það. Urðu ýmsir dómar manna um ný- mæli þessi og framkomu þingmanna; bjuggust margir við í fyrstu, að þau kæmu til umræðu á næsta þingi, er landsmönnum öllum hefði gefist færi á að segja sitt álit um málið. En hinum bresku forgöngumönnum málsins mun hafa þótt málið fá lítinn byr á þingi og voru að síðustu litlar líkur tii, að það yrði að sinni borið aptur fram á alþingi, Rétt þykir að geta hér annarar nýjungar með því, að h&u miðar með- al annars að bót og prýði á götum höfuðstaðarins, og á að þvi leyti skylt við samgöngur. Það er raflýsing og rafhitun í Reykjavík. t>að var og íslendingur, bösettur vestanhafs, er fyrstur kom því máli í hámæli. Hann heitir Frímann B. Anderson, og hefur áður verið ritstjóri blaðsins „Heims- kringlu" i Vesturheimi og numið rafmagnsfræði í skólum þar í álfu. Hann hafði samið kostnaðaráætlun um raílýsing í Reykjavík og sent hingað um sumarið, en um haustið kom hann sjálfur hér við land og vakti máls á því, við bæjarstjórn Reykjavíkur, hvort ekki mundi tiltækilegt, að leiða til bæjarins rafmagn úr Elliðaánum og fékk hann bæjarstjórnina til þess, að leita ýmsra upplýsinga, er að því löta. Lét hön mæla vatnsmegn í foss- um þar i ánum. Reyndist vatnsmegnið í Skorarhylsfossi 960 hestöfi, cn það þótti nægilegt til að framleiða í bænum 540 hestöfl rafmagns, en það er talið tvítugfalt afi á við það, er þarf til að upplýsa 200 hös í Reykja- vík með rafmagni, hvert með 3 glólömpum með 8 kertaljósa birtu, og göt- ur bæjarins með slíku ljósi, sem þær nö hafa. P. B. Anderson hélt fyrir- lestur um þetta efni og ætlaði að upphafskostnaður við raflýsing bæjarins hös, höfn og götur, færi eigi mikið fram ör 30,000 kr., en árlegur viðhalds- koBtnaður gerði hann ráð fyrir, að yrði allt að 10,000 kr. Áður á þessu ári hafði Sigfús Egmundsson bóksali leitað upplýsingar um kostnað við raf- lýsing og rafhitun í Reykjavik hjá rafmagns-raannvirkjafélagi eins í Lund- önum; var áætiun þess allmikln hærri en F. B. Andersons. Fleiri bæjarböar höfðu og leitað sjer upplýsinga um þetta efni. Allmiklu um- tali sættu nýmæli þessi í Reykjavík, en eigi mun þar þykja fyrst um sinn

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.