Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Síða 29

Skírnir - 01.01.1894, Síða 29
Rannsðknarferðir. 29 ingum. Brynjólfur Jónsson. frá Minna-Nflpi, fór um Hflnavatnssýslu, i þjónustu Fornleifafélagsins, og rannsakaði sögustaði og aðrar sögulegar menjar. Stefán Stefánsson, kennari k Möðruvöllum rannsakaði jurtagróður í Rangárþingi og Skaptafellssýslum; hefur gróðrarríkið áðnr verið lítt rannsakað þar um slóðir. enda fann St. í ferð þessari margar sjaldgæfar jurtir, og nokkrar, er hér voru áður óþekktar með öllu. Síðan fór hann rannsóknarferð um Mfllasýslur og Mývatnssveit. Sœmundur Eyjólfsson fór fyrir Búnaðarfélag suðuramtsins um ÁrneBþing, Rangárvöllu og allt austur á Síðu. í þeirri ferð rannsakaði haun meðal annars skóg í Þórs- mörk og skógarleifar við Markarfljót. Sýslunefnd Árnessýslu hafði óskað eptir því, að gjörðar væru athuganir og mælingar, svo komast mætti að raun um, hvort unnt væri að veita vatni úr Þjórsá eða Hvítá urn tvö byggðarlög þar í sýslu, Flóa og Skeið. Á mælingum þessum byrjaði nfl S. E. og fékkst mest við að mæla, hvar vænlegast mundi að ná vatni úr Djórsá, en það þótti honum eigi annarstaðar gjörlegt en uppi undir Þránd- arholti. Hann gjörði ráð fyrir að skurður þaðan, er fiytti nægilegt vatn á Skeið og Flóa, mundi að meðtöldum ölluin fltbflnaði kosta um 80 þús. kr., og vatnsveitingin auk þess ekki minna en 40 þús. kr. En mikilla hags- muna von taldi hann af slíkum vatnsveitingum. Engjar þar yrðu viðáttu- meiri, greiðfærari og grasgefnari en nfl eru þær og hey betra, og ætlaði hann að árstekjurnar yrðu að minnsta kosti um 100 þfls. kr. Dr. Þor- váldur Thoroddsen fór rannsóknarferð um Múlasýslur og Austur-Skapta- fellssýslu og rannsakaði landslag og jarðfræði þeirra héraða. Eru þar ýms svæði, cr flestum hefur verið lítt kunnugt um áður. Á hálendinu við austurenda Vatnajökuls eru t. a. m. allmörg vötn, er eigi sjást á npp- drætti íslands. í Austur-Horni fann Dr. Þ. Th. fágæta grjóttegund, „gabbro“. Hornfirðingar fluttu honum kvæði við burtför hans þaðan úr héraði. Seyðflrðingar héldu honum og veislu og fluttu þar ræður og kvæði. Danskur holdsveikislœknir, Edvard'fEhlers Dr. med., fcrðaðist hér um l&nd þet.ta sumar til holdsveikisrannsókna; aunar læknisfræðingur, dansk- ur, er Hansen hét, var og í för meðhonum; kom það í ljósvið rannsóknir hans, að mikið meir kveður að þessum voðalega sjflkdómi hér á landi held- ur en likindi hafa þótt til að undantörnu, og talið kefur verið í skýrslum yflrvalda. Alls voru það eitthvað 144 sjflkliugar er Dr. Ehlors fann, eða bafði spurnir af, á ferðum sínum. Útbreiddust reyndist sýkin við Eyja- fjörð (25 sjúkl.) og i Rangárþingi (21 sjflkl.). Holdsveikislæknir þessi er þeirrar skoðunar, að sjúkdómuriun gaugi ekki að erfðum en sé aptur á

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.