Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1894, Side 33

Skírnir - 01.01.1894, Side 33
Skaðar. 33 Dýrafirði, þar á firðinum við 3. mann. í nóv. (5.) drukknuðu 2 menn i fiskiróðri af Álptanesi. Annar þeirra var Elías bóndi Ólafsson, frá Akra- koti. 6. s. m. drukknaði Bjarni Jðnsson, bðndi frá Tröð í Álptafirði, þar á firðinum. 17. s. m. drukknuðu 5 menn í fiskiróðri úr Bolungarvík. For- maðurinn hét Sigurður Jónsson, frá Breiðabðli. 1 s. m. drukknaði unglings- maður, frá HoltaBtöðum, í Blöndu. 30. s. m. drukknaði maður í Reykja- vikurtjörn. í des. (10.) drukknaði í Lagarfljóti 11 ára gömul stúlka, frá Hóli í Hjaltastaða-þinghá. í s. m. varð maður úti frá Brúnastöðum í Hraungerðishreppi. Um sömu mundir drukknaði unglingsmaður úr Fljót- um í Skagafirði, í vatni þar i sveitinni. — Maður varð og úti á Fjarðarheiði (í janúar) og nokkru súðar (í marz) 2 menn á Eskifjarðarheiði, er voru að flytja póstflutning. Drengur frá Skíðastöðum drukknaði þar i á (i des.). Sjálfsmorð. Yinnumaður frá Forna-Hvammi í Norðurárdal týndi sjer í Norðurá skömmu eptir nýárið. Maður á Oddeyri réð sér bana um vorið með hálssknrði. Öldruð kona í Glaumbæ í Reykjadal hengdi sig snemma um sumarið. Skömmu síðar drekkti sér bóndi einn í Bjarneyjum. Um haustið drekkti sér vinnukona frá Ballará á SkarðsBtrönd. Á jólaföstunni kyrkti maður á Akureyri sjálfan sig í axlaböndum sínum; hafði hann sömu nóttina verið staðinn að inn- brotsþjófnaði í sölubúð, en jafnan áður þótt vandaður maður í hegðun og framgöngu. Um jólaleytið týndi sér í Reykjadalsá vinnukona frá Reyk- holti. Flest af þessu fólki, er sjálft skapaði sér aldur, hafði að undan- förnu verið veilt á geðsmunum. Heilsufar. Laust eptir nýár (8. jan.) kom gufuskipið „Vaageu“ til Seyðisfjarðar, þá frá Kaupmannahöfn og Færeyjum. Nokkrir af skipverj- um voru lasnir er skipið kom hér við land, og héldu menn það vera kvef- sótt (influenza); var þess og ekki langt að bíða, að það kæmi glöggt í ljós hver sjúkdómurinn væri, því þegar að vörmu spori barst og breiddist sóttin þaðan út og lagði unga og gamla í rúmið; lágu flestir allt að viku, þegar sjúkdómurinn snerist ekki í aðra illkynjaðri. Sumir lágu nokkru skemur og margir iengur. Var þetta sams konar kvefsótt og gengið hefur áður hér á landi, síðast 1890. Nú var sóttin enn næmari en þá, og sneiddi varla hjá neiuu byggðu bóli, og tók alla á þeim heim- ilum, sem hún kom á; barst hún óðfluga suður á leið, um Austfjörðu og til Skaptafellssýslu, og þaðan vestur á bóginn með sama hraða. Til Reykja- 3 Sklrnir 1894.

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.