Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Síða 35

Skírnir - 01.01.1894, Síða 35
Mannalíit. 35 Látnir merkismeim. Helgi Hálfdánarson, lector theologiæ, R. af dbr. og dbrm., andaðist í Reykjavík 2. jan. (f. á Rúgsstöðnm í Eyjafirði 19. ágöst, 1826). Foreldrar hans voru Hálfdán stödent Einarsson, síðast prestnr og prófastur á Eyri í Skutulsfirði, og Álfheiður, dóttir Jóns prests lærða í Möðrufelli Jónssonar. Hann útskrifaðist úr Roykjavíkurskóla 1848, varð kandídat í guðfræði við háskólann 1854, prestvígður til Kjalarnes- þinga 1855, fékk öarða á Álptanesi 1858. Hann varð prestaskólakennari 1867 og forstöðumaður prestaskólans 1885. Hann sat á alþingi 1863, fyr- ir Gullbr. og Kjósars., og 1865, 1867 og 1869 fyrir Yestmannaeyjasýslu. Hann var kvæntur Þórhildi, dóttur Tómasar prófasts Sæmundssonar; iifir hún mann sinu og 6 börn þeirra, þar á meðal Jón, sem kennari er orðinn við prestaskólann, Ólafur, prestur á Stokkseyri, og Tómas, lækna- skólakandídat. Af ritstörfum hans er þýðingarnaest harnalærdómsbók- in, sem nú er lærð undir fermingu af uærfellt öllum ungmennum hér á landi, og sálmabókin nýja, er hann átti rnestan þátt í allra; hann var for- maður sálmabókarnefndarinnar og gjálfur eitt af mestu og hestu sálma- skáldum þessa lands; auk þess liggur eptir hann kirkjusaga og smærri rit — og ennfremur margt óprentað. Hann var fyrirmynd í hegðun allri og kenningu, hvort sem hann talaði frá prédikunarstólnum til safnaðar, eða Irá kennarastólnum til lærisveina sinna. Kristindómurinn var hans mesta áhugaefni, lians hjartansmál; trúin var hans lífseinkunn, enda vann hann flestum meir kristinni kirkju til eflingar meðal þjóðar vorrar. Jóhann Kristján Briem, R. af dbr., uppgjafaprestur, andaðist í Hruna 18. apríl (f. á Grund í Eyjafirði 7. ágúst 1818). Hann var sonur Gunn- laugs kammeráðs Briems, Guðbraudssonar, prests á Brjámslæk, og konu hans Valgerðar Árnadóttur, prófasts í Holti undir Eyjafjöllum. Hann útskrifaðist úr Bessastaðaskóla 1841, vígðist 1845 til Hrunaprestakalls og þjónaði því alla sina prestskaportíð. Hann lét af prestskap 1883. Pró- fastur var liann í Árnesþingi 1848 til 1861. Þjóðfundarmaður var hann 1851. Hann var kvæntur Sigríði Stefánsdóttur, bónda i Oddgeirshólum Pálssonar, prcsts á Þingvöllum. Er hún enn á lífi og 2 börn þeirra, Steindór prestur i Hruna, og Ólöf, kona séra Yaldimars Briems á Stóra- Núpi. Jóhanu prðfastur var hinn göfugmaunlegasti ásýndum, lítillátur og prúðmenni, og sæmilegasti höfðingi Hann var fróðleiksmaður mikill og afbragðs-kennimaður. Eigi gat ástsælli mann, en hann var söfnuðum sínum og öðrum, er náin kynni höfðu af honum. Hann var jafnan stoð og prýði héraðs síns og sómi hinnar íslensku kirkju. 3*

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.