Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1894, Síða 39

Skírnir - 01.01.1894, Síða 39
Mannalát. 39 ar háskólanámi, tök kaþólska trú og fór í trúboðsför norðnr til Pinnmorkur, með rússnesknm fursta, Djunkovsky. Dr. í heimspeki varð hann við háskólann í Löwen i Belgíu. Hann dvaldi síðan lengstum í Par- ís, og fékkst þar við blaðamennsku. Aðal-ritstjóri var hann lengi fyrír merku blaði, Le Nord, er gefið var út á frakknesku í Brussel, og talið aðal- málgagn rússnesku stjórnarinnar í vesturlöndum. Dr. Ólafur var atgerfis- maður til sálar og líkama, og þótti mjög vel ritfær og kunnugur stjórn- málum þessarar álfu; var hann því í miklu áliti með frakknoskum blaða- mönnum. Kvæntur var hann rússneskri konu. Hún var dáin á undan honum og áttu þau ekki börn. Ank þeirra lærðra manna islenskra, er önduðust þetta ár og nú hefur verið getið, dó mikill fjöldi inerkra leikmanna — margir þeirra úr kvef- sóttinni eða afleiðingum hennar, eins og fyr hefur verið vikið á — og skal hér minnst nokkurra1. Ólafur P&lsson, umboðsmaður frá Höfðabrekku, drukknaði 15. jan. sem fyr hefur verið ritað (f. í Hörgsdal 1830). Hann var sonur Páls prófasts Pálssonar og fyrri konu hans, Mattbildar Teitsdóttur. Kona Ólafs var Sigurlaug (f 1866), dóttir Jóns spítalahaldara i Hörgslandi Jónssonar. Hann sat á alþingi frá 1881 til 1891 fyrir Vestur-Skaptfellinga. Hann var umboðsmaður Kirkjubæjarklausturs, Þykkvabæjarklausturs og Flögujarða, frá 1878 til dauðadags. í héraði sinu þótti hann atkvæðamaður, og var þar vinsæll og einna mest virður af öllum bændum þar í sýslu. Sveinn Vílcingur, veitingamaður á Húsavík, andaðist 8. febr., 48 ára að aldri. Hann var fæddur á Víkingavatni í Kelduhverfi, sonur Magnús ar bónda Gottskálkssonar og Ólafar Björnsdóttur. Þórarinssonar. Kona hans var KrÍBtjana Sigurðardóttir, Kristjánssonar bónda á Illugastöð- nm. Hann var þrekmaður og sjálfstæður i skoðunum sínum, drengur góð- ur og trygglyndur, fróður um margt og bókamaður. í trúarefnnm hneigð- ist hann nokkuð að skoðunum andsjáanda. Seebjörn Egilsson, bóndi á Hrafnkelsstöðum í Pijótsdal, andaðist 11. febr. (f, á Hvannstöð í Borgarfirði eystra 22. sept. 1837). Foreldrar hans voru Egill bóndi Magnússon og Þuríður Magnúsdóttir. Hann átti fyrst Hólmfriði Jónsdóttur (f 1874), ekkju Jóns Sigurðssonar á Hrafnkelsstöðum, 1) Mér þykir hlýða að geta þess, að bæðinú og i fyrra, er ég hef verið í nokkr- um vafa um ýms atriði, viðvlkjandi æfi og ættum látinra manna, hef óg opt farið eptir upplýsingum Hannosar Þorsteinssonar, ritstjóra Þjððólfs, eins og fyrirrennar- ar minir munu og hafa gjört (sbr. Frj. 1888, bls. 29.). F,n það eralkunnugt, að hann er manna fróðastur i jslenskri mannsagnfræði og ættvlsi.

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.