Skírnir

Ukioqatigiit

Skírnir - 01.01.1894, Qupperneq 59

Skírnir - 01.01.1894, Qupperneq 59
Þýzkaland. 59 er fyrir báðum þessum ráðherrum yakti, enda þðtt hann væri þeim báðum samþykkur að nokkru leyti. Samkomulagið milli þeirra hafði lengi verið stirt, en um haustið jókst ágreiningurinn mjög íit af því, hverjar ráðstaf- anir gera skyldi gegn byltingaflokkunum og vjelum þeirra. Caprivi vildi sem minnst aðbafast og alls ekki taka til neinna undantekningarlaga nje annara örþrifsráða. En Eulonberg vildi beita hinni mestu harðneskju gegn Bósíalistum og anarkistum, og taldi sig eiga víst fylgi keisarans. Að lyktum virðist hafa orðið snörp deila milli þeirra út af máli þessu í ná- vist keisarans sjálfs, og lauk henni svo, að báðir urðu að segja af sjer embættunum. Keisarinn fjekk nú sama manninum í hendur stjórnarformennsku Þýzka- lands og Prússlands, innleiddi aptur fyiirkomulagið frá dögumBismarcks. Nýi kanzlarinn heitir Hohenlohe-Schillingsfttrst. Hann hefur um mörg ár ver- ið landsstjóri í Elsass og Lothringen og áður um tíma sendiherra í París. Landstjóra-embættið í umdæmum þessum, sem Þjóðverjar tóku af Frökkum eptir stríðið 1870—71, eins og kunnugt er, er afarvandasamt. Hefur Hohenlohe þótt standa vel í þeirri stöðu, sýnt Btaðfestu og þrek, en jafn- framt látið sjer annt um heill og frarafarir þessara landshluta, og er það einmitt sú stefna, er keisara gezt vel að. Þegar Hohenlobe var tekinn við stjóruinni, hófust deilur miklar á þýzka þinginu um varnaráðstafanir gegn byltingaflokkunum. Kanzlarinn reyndi að fá ýms ofsóknarlög gegn sósíalistum samþykkt, en það gekk ekki greitt, Stóreignamenn heimtuðu tolla á kornvörum, til þess að ná sjer niðri á stjórninni eptir samninginn við Rússland, ef þeir ættu að vera þessum breytingum sinnandi; og kaþólski flokkurinn krafðist þess af sinni háifu, að lögin um útilokun Kristsmunka frá ríkinu yrðu úr gildi numin. Málið var ekki útkljáð um áramótin, en allar horfur á, að stjórnin yrði að minnsta kosti að kanpa þessi lög dýrt, ef hún ætti að fá ánægjuna af að eignast þau. Sósíalistar hjeldu vel saman á þinginu gegn þessum lög- um, þótt þeir sjeu klofnir í tvo flokkn. En heldur þótti mönnum þeir spilla fyrir sjer 6. dee., þegar þingið var sett í hinni nýju þinghöll Þjóð- verja, og hrópa skyldi húrra fyrir keisaranum. Þá gerðu sósíalistar það þinghncyksli að sitja kyrrir og þegja. Aðrir þingmenn atyrtu þá og leiddi af því hávaða og ryskingar. Var talað nm að láta þá sæta ábyrgð fyrir hneykslið, en til þess mun ekki samþykki þingsins hafa fengizt. Mannskaði mikill varð í kolanáma í Korwin, nálægt Troppau í Slesíu; eldur kom upp í námanum og fórust þar 235 manna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Skírnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.