Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1902, Síða 14

Skírnir - 01.01.1902, Síða 14
16 Brotland ið mikla og Irland. flyzt, móti toll-lækkun í staðinn á brezkum varningi í lýðlendunum. En það eru svo sárfáar vörutegundir, sem nokkur tollur er á í Bret- landi, og af þoim fáu enn færri, sem að nokkrum mun flytjast þangað frá lýðlendunum, svo að þær liefði munað þetta að litlu. En hins vegar er nær allur varningur tollaður í lýðlendunum flestum, svo að um þær má flestar segja, eins og ég komst éinhverju sinni að orði um Canada, að þar er alt tollað nema kalt vatn og hugur manns. Ur verzlunarsamningum varð þvi ekkert í það sinn. Þá kom til máls, að lýðlendurnar tækju fastákveðinn þátt í herútgerð ríkisins til lands og sjávar. Hugði Chamberlain það mundu verða auðsött mál, þar scm þær höfðu allar sýnt svo mikla hjálpsemi af sér með að senda sjálfboðalið, og sumar herskip og fjárframlög, til að hjálpa Bret- um í ófriðnum við Búa. En þar tóku allir forsætisráðherrarnir úr lýðlendunum þvert fyrir, nema Mr. Sheddon (frá New Zealand). Harð- astur móti þessu 'af öllum var þó Wilfried Lawrier frá Canada. Af- tók hann með öllu, að lýðlendurnar tækju á sig nokkurn veg eða vanda af hernaði Breta, utan hvað hver þeirra fyrir sig afréði að gera í hverju einstöku tilfelli. Kvað vel geta svo farið, að Bretar ættu í einhverjum þeim ófriði, er lýðlenda sín vildi engan þátticiga. Lawrier er maður af frakkneskum ættum í Canada, en þar í landi eru sum þau fylki, er mikill hluti ibúanna er af frönsku kyni; í einu fylkinu (Queebec) jafnvel mikill meiri hluti. En margt hefir það milli borið milli Frakka og Breta, að vel mætti til ófrið.»r koma; enda talið vist, að hvenær sem Bretum og Rúsum lendir saman, muni Frakkar veita Rúsum. Sleit svo þessu ráðherraþingi, að ekkert varð samþykt af þvi er Chamberlain óskaði. Nú er ófriðnum við Búa var lokið, stóð til að létta hcrvaldsstjórn af Höfðalýðlendu, en kveðja þingið þar saman. Hafði það aldrei verið til fundar kvatt eftir að ófriðurinn hófst, og hafði því öll stjórn verið þar ólögleg: gjöld úr landssjóðí greidd, þótt engin fjárveiting væri til, af því að þing var eigi til funda kvatt. En nú vissu allir, að meiri hluti þingmanna þar eru Búa-kyns og þeim sinnandi, og taldi inn brezki minnihluti þar syðra ótækt, að kveðja enn til þings, því að þingið mundi rcyna að koma ábyrgð fratn á hendur þeim er stjórnað höfðu í lagaleysi, og mundi Bretum í lýð- lendunni verða ólíft gert á allar lundir. Vildu því, að Bretastjóru uæmi stjórnarskrá lýðlendunnar úr gildi um óákveðinn tíma, þar til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Skírnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.