Skírnir

Årgang

Skírnir - 01.01.1902, Side 16

Skírnir - 01.01.1902, Side 16
18 Bretland ið rnilda og írland. hefðu flutt heim það af liðinu, sem flutt yrði, úr Suður-Afríku og flutt aftur heim þá Búa, sem burt höfðu verið fluttir (til St. Helena, til Indlands o. b. frv.) meðan á stríðinu stóð, þá muni allur kostnaður þéirra hafa numið fullum £ 260,000,000 og er þó alls okki talið hér með hvorki mannfall þeirra né óbeint tjón annað, svo sem vinnu- missir þess manngrúa, sem þátt tók i stríðinu. En alls sendu Bretar til Suður-Afríku heiman að frá sér og frá IJðlendunum, eða buðu út þar syðra, svo miklum mannfjölda til hernaðar, að eftir tölu stjórnar- innar sjálfrar nam það 448,435 manns. Aftur er talið, að alls muni hafa verið undir vopnum 75,000 manna Búa megin. Báðar þessar tölur innibinda öll árin, sem striðið stóð, frá því um haustið 1899 og þangað til friður var .saminn. Alls féllu og dóu af Bretum í stríðinu 28,484 menn, að frádregnum 5,879 manns, sem að eins urðu óverkfærir fyrir örkumla sakir Af Búum féllu eða dóu af sárum 3,700 manns, en 32,000 voru teknir til fanga, og dóu 700 af þeim í varðhaldi. Þegar friðurinn var saminn, vóru eittlivað 20,000 Búa enn undir vopn- um. Hver einn af þessum 3,700 Búum, sem féllu í stríðinu, hefir því kostað lif 7—8 Englendinga og £ 70,270 (— 1,264,860 kr.) í pen- ingum, og hefir líklega engin þjóð, sem varið hefir frclsi sitt, selt líf sitt dýrara. Það er þó síður en svo, að Bretar séu eun búnir að bíta úr nál- inni með kostnaðinn af ófriðarflani þessu. Þeir hljóta enn að halda ærinn her í Suður-Afríku um ófyrirsjáanlega mörg ár, og þoir verða að leggja stórfé fram til að bæta Búum ofurlítið af tjóni þeirra, svo að þeir geti haldist við í landinu og reist þar bygðir og bú á ný. Þá er ófriðnum var lokið, ferðuðust þeir Búa-hershöfðingjarnir Botha, Delarey og De Wet til Bretlands; komu þeir um miðjan Ágúst og var þar vel fagnað af konungi, stjórn hans og hershöfðingjum, og einkan- lega þó af allri alþjðu manna. Þeir brugðu sér brátt til Brússel, til að vera við jarðarför félaga síns Lucas Meyer hershöfðingja, og heilsa upp á þá Krúger og Steyn. Þaðan rituðu þeir Chamberlain og mælt- ust til viðtals við hann, svo að þeir mættu bera fram tillögur sínar um, hvað Bretastjórn skyldi gera til viðreisnar Búum og landi þeirra, og til að tryggja frið og .velfarnan landsins framvegis. Vóru það 11 tillögur, er þeir kváðust vilja bera upp og ræða, og sendu þeir Chamberlain þær skrifaðar. En þetta vildu þeir fara fram á: 1. Að sakir allar yrðu upp gefnar brezkum þegnum, er Búum
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Skírnir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.