Skírnir - 01.01.1902, Qupperneq 34
Rúsland.
3tí
ur orðagrautur. Varð þá flestum að ætla, að þetta væri ryk eitt til
að strá í augu almenuings í öðrum löndum; því að margt bendir til
þess upp á síðkastið, að Rúsastjórn sé þó farin að taka sér eitthvað
nær en áður, hvaða álit aðrar þjóðir liafa á henni. Síðar þykjast menn
hafa komist að, hvernig á augltsingunni stendur. Maður er nefndur
Demtsjinski og er veðurfræðingur og verkfræðingur og á fasteignir
miklar. Hann hefir ritað oft í hlöð um rúsnesk mál, og hafði keisari
kvatt hann til viðtals við sig. Hann hafði verið berorður nokkuð við
keisara, og lýst ástandi landsins. Iieisara fanst svo mikið til um þetta,
að hann bauð honum að skrifa upp ágrip af því er hann hefði nú sagt
sér, og tillögur sinar til umbóta. Þetta gerði Demtsjinski, og líkaði
keisara vel, sendi þegar eftir innánríkisráðherra sínum Plehve og bauð
honum að skipa þegar þrjár nefndir til að annast um framkvæmdir á
tillögum Demtsjinskis, og jafnframt að semja auglýsingu til að birta
fyrirætlanir keisarans; ætla sumir jafnvel, að keisari hafi sjálfur ritað
aðalefni auglýsingarinnar i fáum setningum. — Umbætur þessar og
auglýsing vóru Plehve og öðrum afturhaldsseggjum þvert um geð.
Nefndirnar vóru að visu skipaðar, en á þann hátt, að ekki varð né
verður vitund af neinu af fyrirætlunum keisarans, og auglýsinguna
samdi Plehve svo, að hann gat látið keisara ráða í, að hitt og þetta
af myrkviðri hennar ætti að þýða einhver fyrirheit, er keisarinn gat
skilið í þá átt, sem hann ætlaðist til; en hinsvegar var alt svo orðað,
að enginn von, því síður krafa, um nokkra bót verður á neinu orði
auglýsingarinnar bygð.
Það er eitt af brögðum Plehve's, þegar óánægja er einhverstaðar
megn í ríkinu, að reyna þá að beina henni að einhverju því, sem
stjórninni verði ekki gefin sök á, og láta hana brjótast þar út. Trúar-
ófrelsið í Rúslandi hefir jafnan komið harðast niður á Gyðingum, og
hefir enginn trúarflokkur þar verið ofsóttur meir en þeir. Þegar mikil
óánægja er í almenningi út af bágindum sínum eða einhverjum orsök-
um öðrum, þá er það altítt að menn svala sér á því að ræna Gyðinga,
misþyrma þcim og rnyrða þá. Nú í vor, er óánægja almennings var
mjög rík, þótti Plehve það þjóðráð að vekja ofsóknir gegn Gyðingum,
og reyna þannig að draga athygli frá stjórnarástandinu. í Pétursborg
lét hann blöðin fara að æsa monn gegn Gyðingum; en þar er hann
eklci einn um hitu, og hvort sem það hefir nú verið de Witte eða
aðrir úr stjórnínm, er þar skárust í, þá er það víst, að blöðin þar vóru