Skírnir

Volume

Skírnir - 01.01.1902, Page 45

Skírnir - 01.01.1902, Page 45
47 Ymislcgt. í Októbcr fór skip þetta frá Bretlandi til Xova Scotia í Canada og var Marconi þá á skipinu. Tókst þá að halda uppi firðritasambandi við Poldhu alla leið yfir Atlantshaf og inn á höfn í Nova Scotia. — En 22. Desember sendi Marconi þrjú firðritskeyti yfir Atlantshaf, tvö til Bretakonungs, annað frá sér og hitt frá Minto lávarði, landstjóra Canada-ríkis, og eitt frá sér til ftalíu-konungs. í Marz í vor, er leið, tók ið mikla heimsblað Txmes í Lundúnum að flytja dagleg firðritskeyti frá Ameriku og hélt því lengi áfram. Nokkrum sinnum liefir eitthvað bilað í áhöldunum, en jafnan orðið við gert á fárra daga fresti, og jafnan svo, að sams konar bilun hefir aldrei tckið sig upp aftur. Nú hefir þó Times hætt þessu um hríð. En ekki hefir blaðið skýrt frá, hvernig á því stóð, og má þvi ætia, að það sé að eins um sinu. Siðan Marconi tókst þetta, svo að sýnt var að loftritunin var raun- hæf, hafa risið upp alls konar mótmæli gegn aðferðinni og rógsögur um liana, einkum á Bretlandi og Lýzkalandi. Ent það ýmis teknisk blöð og rit, er auðsjáanlega hafa tekið sér fyrir hendur að ófrægja liana. En það vita allir, að þetta er gert fyrir sæsímafélögin miklu, er ekki spara að „bera fé í dóm“ gegn inum nýja keppinaut. Þess má geta, að loftritskeyti, milli Amoríku og Bretlands, kostar sem næst alveg jafnt og sæsíma-skeyti milli Bi’otlands og Fi'akklands. Það hefir einkum verið notað móti þráðlausu fiirðrituninni (eða loftrituninni, sem hún er ýmist kölluð), að því yrði eigi varnað, þrátt fyrir „samtónun“ senditóls og viðtökutóls, að aðrir gætu sett upp við- tökustöðvar og náð þar í skeytin líka. Þessu neitar þó Marconi, og eigi hefi ég séð, að þetta liafi enn verið leikið neinstaðar, og mætti þó ætla að eigi yrði sparað að sannprófa þetta i verki, ef auðið væri. Hitt má aftur sannað telja, að loftritunin geti ekki að gagtii orðið í sjóorustum, eins og upixhaflega var við búist, að minsta kosti eigi enn sem stendur. Það ltefir prófast við tilraunir á flota-æfingu enskra her- skipa, að þótt viðtökutól nái eigi skeytum nema frá samtónuðu sendi- tóli, þá fer þó svo, er mörg herskip liggja skamt hvert frá öðru og senda loftskeyti hvert frá sér, að þá veldur þetta þeirri truflun á við- tökutólunum, að ekkert verður greint. Á hinu virðist enginn efi, að þar sem loftskeyti eru send milli íjarlægra stranda yfir liaf, þá ná þau tilgangi sínum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Skírnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.