Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1913, Blaðsíða 50

Skírnir - 01.01.1913, Blaðsíða 50
50 TJm „akta“-skrift. að þeir kunni tök á sjúkdómum sem taldir eru ólæknandi, eða af verkfræðingum að þeir finni upp nýjar og betri vélar, eða af háskólakennurum að þeir komi fram með alóþekt sannindi. Það sem heimtað er af mönnum í hverri stöðu, er og verður að vera endurtekning og hag- nýting þeirrar þekkingar og leikni sem þegar er fengin. Hið óþekta og ófyrirsjáanlega verður ekki heimtað. Það' er því auðsætt, að ef allir starfsmenn tækju sig saman um að gera aldrei meira en heimtað væri af þeim, þá væri þar með skotið loku fyrir uppsprettu allrar nýbreytni og um leið allra framfara. Þjóðfélagið stæði í stað, þó hver maður »héldi fullum stafafjölda«, og lifði þannig eftir lög- málinu. Með öðrum orðum: Engu þjóðfélagi getur farið fram nema réttlæti meðlima þess taki fram réttlæti Farí- seanna. En það er til annað réttlæti en samræmi við hið ut- anaðkomandi lögmál, og það réttlæti er fólgið í því að skila af hendi eins miklu og góðu verki og kraftarnir leyfa. Æðsti dómstóll þar er meðvitund mannsins sjálfs um það, hvort hann hefir dregið af sér eða ekki. Og sá sem er sér þess meðvitandi að hann hefir gert eins vel og hann gat, hann getur óskelfdur hlustað á áfellisdóm annara. Hinn sem veit að hann hefir dregið af sér fær ekki aflausn fyrir þessum dómi, hve margir sem lofa verk hans. Því áfellisdómurinn kemur frá kröftunum sem hann stal undan: „Sting hann stóll, því hann stelur nndan, og hertn’ að honnm hringurinn rauði“. Kraftarnir sem ekki fengu að njóta sín ákæra hann og segja: »Við vorum fjársjóður sem þér var trúað fyrir til að verja og ávaxta, en þú grófst okkur í jörðu. Sá er verstur sem stelur úr sjálfs síns hendi«. Framfarir þjóðfélagsins, öll siðbót og öll menning hafa komið frá þeim mönnum er iðkuðu það réttlæti sem eg nú drap á, mönnum sem fundu að skyldan á rót sína í orkunni, mönnum sem fundu, að þeir voru ónýtir þjónar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.