Skírnir - 01.01.1913, Blaðsíða 91
Frá útlöndum.
91
Albert Ulrik Bááth, sænska skáldið, seni svo mikið hefir gert
til þess að kynna íslenzkar bókmentir í Svíþjóð, andaðist 2. ágúst.
1912. Bááth var fæddur ls/7 1853, varð stúdent frá Lundi 1871 og
dr. phil. 1884. Um tíma stundaði hann nám við háskólann í
Khöfn. Nokkur ár var hann kennari við lýðháskólann Hirlan, en
frá 1892 var hann umsjónarmaður þjóðmenjasafnsins í Gautaborg.
Bááth var eitt af helztu ljóðskáldum Svía í þeim flokki, er
fram kom þar um 1880. í kveðskap hans ber mjög á áhrifum frá
forníslenzkum kveðskap. Hann hefir og þýtt úr forníslenzkum bók-
mentum á sænsku bæði kvæði og svo ýmsar hinar merkari sögur,
svo sem »Njálu« og »Egils sögu«, og merkilegt rit hefir hann samið
um frásagnarlistina í fornsögum okkar: »Studier öfver kompo-
sitionen i nogra islándska áttsagor«. Þýðingar hans úr íslenzku
eru ágætlega gerðar.
Fjögur kvæðasöfn eru til eftir hann, frá 1879, 1881, 1884 og
1889, og tvö lengri skáldrit rímuð, »Marit Vallkulla« og »Kárleks-
sagan pá Björkebárga«. I kvæðasafninu frá 1879 er kvæðið »Island«,
sem margir kannast hór við: »Hvilar i hvita, | skummatide
vágor | stolt som i sagan | sagornas ö. | Herre i höjden, j ráck henne
handen, | háll henne upp pá | yrande vág«. Þetta er siðasta erindið.
í þessu safni er lika kafli með þýðingum úr íslenzkum fornkvæð-
um: »Darraðarljóð«, »Sonartorrek« Egils Skallagrímssonar og
»Hákonarmál« Eyvinds skáldaspillis, og annar með þýðingum af
nýrri íslenzkum kvæðum: »Sigrúnarljóð« og »Oddur Hjaltalín«,
eftir Bjarna Thorarensen, »01und« og »Á Glæsivöllum«, eftir Grím
Thomsen, og »Gunnarshólmi« og »Ásta«, eftir Jónas Hallgrímsson.
I riti um sænskar bókmentir, sem út kom í fyrra, eftir danska
skáldið Valdem. Rördam, segir, að fyrsta kvæðasafn Baáths hafi
komið út sama árið og »Röda Rummet« eftir Aug. Strindberg og
só í Ijóðskáldskap Svía álíka brautryðjandi og saga Strindbergs á
sínu svæði. Báðir fari þvert frá alfaravegi. Bááth hafi leyst brag-
böndin af ljóðagerðinni, látið rímið lúta í lægra haldi fyrir efninu.
Margar lýsingar í kvæðum Bááths af sænskri náttúru þykja
mjög góðar.
•n