Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1913, Blaðsíða 87

Skírnir - 01.01.1913, Blaðsíða 87
Frá útlöndum. 87 Serbar og Búlgarar, eru taldar þar hálf ónnur miljón. Hjá þeim þjóðum eru trúarbrögðin mismunandi; sumir eru Múhameðstrúar, en fleiri þó kristnir. Yestast í Makedóníu búa margir Albanar. Þeir eru taldir þar þrír fjórðu hlutar úr miljón, og má eiginlega telja þann hlutann, sem þeir búa mest í, til Albaníu. Makedónía er nú öll á valdi sambaudsþjöðanna. Þar hafa verið aðalherstöðvar Serba og Grikkja og þeir hafa tekið þar allar helztu borgirnar, svo sem Saloniki, Monastir, Yskyb og margar fleiri. Það er sjálfsagt talið, að Makedóníu allri verði skift upp á milli þeirra, en hvernig sú skifting verði er enn óséð. I Þrakíu eru Tyrkir miklu fjölmennari en í hinum landshlut- unum. Ibúar eru þar um 2 miljónir, og þar af helmingurinn í Konstantínópel. Þó er þar einnig mjög margt af hinum þjóðflokk- unum öllum, sem nefndir hafa verið hór á undan. I Konstantínó- pel eru einkum Grikkir mjög fjölmennir. Aðalviðureign Búlgara og Tyrkja hefir farið fram í Þrakíu, og sjálfsagt má nú telja, að Tyrkir haldi henni ekki allri, því mikið af henni er nú í höndum Búlg- ara. En líklega halda Tyrkir Konstantínópel og einhverri land- sneið þar fyrir vestan. Búlgaría er stærst og voldugust af sambandsríkjunum, þótt yngst só hún í tölu ríkjanna. Hún er 100 þús. ferkílómetrar að stærð og íbúatalan 5 miljónir. Framfarir hafa verið þar mjög miklar á siðustu áratugum og herbúnaður Búlgara er í bezta lagi, eins og fram hefir komið nú í str/ðinu. Búlgarar voru upphaflega finskur þjóðflokkur, er lagði undir sig landið á 6. öld e. Kr., en rann svo saman við slavneska þjóð, er þar var fyrir, og tók upp hennar mál. Um tíma laut Búlgaría gríska keisaranum í Konstan- tínópel. ’ En Tyrkir lögðu landið undir sig 1399 og róðu því síðan öldum saman. 1876 varð uppreisn í Búlgaríu og leiddi til ófrið- arins milli Rússa og Tyrkja, en að honum loknum varð Búlgaría að mestu sjálfstætt furstadæmi. Til t'ursta var valinn Alexander af Battenberg, hinn mesti ágætismaður, og á Búlgaría honum mikið upp að unna, þótt ekki sæti hann lengi að völdum. Eftirmaður hans er Ferdínand I., er hóf Búlgaríu upp í tölu konungsríkjanna 1908 og nú er talinn aðalmaðurinn í Balkansambandinu, og lik- astur til þess að verða höfuð þess, ef ekki slitnar upp úr því um leið og viðureigninni við Tyrki lýkur. Ferdínand konungur er prins af Koburg og var offiseri í her Austurríkismanna áður hann varð Búlgar/ufursti. Hann er nú liðlega fimtugur, fæddur 1861. Það þykir merkilegt, hve Búlgarar hafa verið fljótir að rótta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.