Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1913, Blaðsíða 22

Skírnir - 01.01.1913, Blaðsíða 22
22 Jón Borgfirðingur. Lítill vafi getur á þvi leikið, að það sem hélt Jóni í þessari löngu og leiðu vist, var umhyggja fyrir börnunum, löngun til að koma þeim upp og manna vel, og það var auðsóttara í Reykjavík en annarstaðar, þótt kjörin væru þröng. Hann vildi láta þau njóta þess í fullum mæli, sem hann saknaði mest sjálfur, en það var mentunin, og var þó vandséð hvernig það mætti takast með allri fátækt- inni. Það er nærri óskiljanlegt, hvernig hann fekk klofið það að koma öllum sonum sínum til menningar, en sárt þótti honum að senda þá félausa frá sér út í heiminn að afloknu skólanámi, einkum elzta soninn, sem engan átti að í Kaup- mannahöfn. Hann komst þó, sem kunnugt er, vel áfram með elju sinni og atorku og varð síðan bræðrum sínum til styrktar, er seinna komu. Er þar skemst af að segja, að fáir feður í svo örðugum kringumstæðum hafa átt jafn- miklu barnaláni að fagna, enda átti kona hans vafalaust mjög mikinn þátt í þvi með ráðdeild sinni og dugnaði, að börnin mönnuðust svo vel, og einstaklega var heimili þeirra hjóna þriflegt og snyrtilegt, þrátt fyrir fátæktina. Eftir andlát hennar, 10. apr. 1881, tók Guðrún dóttir hans við og gekk yngri systkinum sinum í móður stað. Sjálfur brá Jón búi í kringum 1890 og fluttist 1894 norður á Ak- ureyri til Klemens sonar síns og síðan aftur með honum til Reykjavíkur 1904, er hanu tók við landritaraembætt- inu, og hjá honum andaðist hann 20. okt. 1912. Það má með sanni segja um Jón Borgfirðing, að hann var vakinn og sofinn í bókunum og saknaði þess mest af öllu, að hann gat eigi í æsku veitt sér þá mentun, er hann þráði, og þar af leiðandi heldur ekki á fullorðinsárunum komist í þá stöðu, er væri við hans hæfi. Hvernig hann leit á fræðastörfin og hvað fyrir honuin vakti sem hnossið mesta, má nokkurn veginn marka af bréfi hans einu til sira Eggerts, rituðu á Hallvarðsmessu 1873. Hafði Egg- ert prestur látið á sér skilja, að hentast mundi fyrir sig að hugsa minna um skruddurnar og meira um búskapinn,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.