Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1913, Blaðsíða 58

Skírnir - 01.01.1913, Blaðsíða 58
58 Danmerkur og Noregs saga próf. Edv. Holms. rétta við hag landsmanna. Hann hafði eigi heldur varið landið með hreysti. öðrum stéttum var því illa við aðal- inn; borgarastéttin hataði hann. Einveldiskonungarnir áttu því að ráða bætur á mikl- um vandræðum; hlutverk þeirra var eigi létt. Hinir fyrstu þeirra sýndu bæði mikinn áhuga og skyldurækt við landstjórnarstörfin jafnframt því sem þeir juku vald sitt og brutu vald aðalsins á bak aftur; en þeir voru eigi þeim andlegu yfirburðum búnir, hvorki andans göfgi né gáfum, sem þurfti til þess að geta leyst úr öllum þeim vandræðum og miklu vandaverkum, sem voru fyrir hendi. Holm finst töluvert koma til fyrstu einveldiskonung- anna, og varla hefir nokkur konungur verið ósérhlífnari en Friðrik 4. Hann vann nætur og daga og var mjög oft á ferðum til þess að líta eftir og til þess að koma lagi á innanlandsstjórnina. Um Friðrik fimta segir Holm, að hann hafi verið »forfallinn« og verið »mikil siðferðisleg niðurlæging fyrir konungsættina«; »hann hafi steypt lotn- ingunni fyrir konungshásætinu í hættu«. Samt naut Frið- rik 5. meiri lýðhylli af þegnum sínum en faðir hans og forfeður. Þann kost hafði Friðrik 5., að ráðgjafar hans máttu treysta honum, og vélræði þrifust eigi í návist hans. Sonur drykkjumannsins Friðriks 5. var Kristján 7., og fékk hann að súpa seyðið af drykkjuskap föður síns, því að hann varð smátt og smátt vitskertur, er hann eltist, eins og kunnugt er. A mörgu vann einveldið sigur, fyrst og fremst á aðlinum, og þar hjálpaði óvild annara stétta konunginum. Friðrik 3. kunngjörði að »hann vildi styðja ráðvandra manna börn til frama og gagns af hvaða stétt sem þau væru, eftir því sem hann sæi hve dugleg þau væru«. Hið sama gerðu fleiri af einveldiskonungunum. Þetta voru miklar framfarir, því að menn af öllum stéttum komust í þjónustu ríkisins, og aðallinn var eigi eftir þetta einráður flokkur i landinu. Stéttamunurinn minkaði. Einveldisstjórnin var framför í sumar áttir, og rikinu var betur stjórnað en áður. Stjórnarfyrirkomulagið var
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.