Skírnir

Árgangur

Skírnir - 01.01.1913, Blaðsíða 17

Skírnir - 01.01.1913, Blaðsíða 17
Jón Borgfirðingur. 17 sér á nóttunni. Kvað hann eitt skyldu yflr þau bæði ganga, ef eldsvoða bæri að höndum. Það mun varla ofmælt, að hann hafi unað fátækt sinni hálfu ver en ella fyrir þá sök, að hún aftraði því að hann gæti eignast þær bækur, er honum lék hugur á. Getur hann þess eigi allsjaldan í bréfum sínum, að sig langi til að eignast einhverja bók í íslenzkum fræðum, er hann nefnir, en ólukkans fátæktin hamli því. Hann var stöðugur gestur á ölium bókasöluþingum, og komst þar oft að góðum kaupum. Einu sinni hrepti hann á skólauppboði 3 sjaldgæfar bækur í einu bindi og gyltar í sniðum fyrir 25 aura: Lærdómsbókina frá Leirárg. 1805, þýðingu Espólíns á veraldarsögu eftir Galletti og Göngu- Hrólfs8ögu Haldórs Jakobssonar, sem enginn átti þá í Reykjavík, ekki einu sinni bókasöfnin, og hlakkar hann heldur en ekki yfir því í bréfi til síra Eggerts. Aftur á móti blæddi honum jafnan í augum, er hann varð af ein- hverjum happadrættinum. Á uppboði einu hrepti Páll Melsteð Józku lög frá 1508 við góðu verði, því Jón hafði af tilviljun brugðið sér út á meðan; »það var óþörf stund, en fágæt bók«, segir hann hálfgramur í bréfi til síra Eggerts. Við bar það og á uppboðum, að hann tók til handargagns og hirti það sem aðrir fleygðu, og fann þá stundum sitthvað nýtilegt. Svo skýrir hann frá í bréfi einu til síra Eggerts: »Um daginn var haldið uppboð eftir Þorlák heitinn Pétursson, og seldar ýmsar skruddur. Þar var fleygt í sorpið bunka af smáblaðarusli, og datt mér í hug að róta í því, tók bunkann og fór heim með hann. En í staðinn fyrir vonarleysi um nokkuð nýtilegt, finn eg þar heilt skáldverk í kvæðabók, en notabene eftir Ara Pétursson, bróður Þorláks. Látum Ara hafa sinn dóm með sér, eins og hvert annað skáld, er verið hafa á ýmsum tímum. Þó er margt allgott í því og sýnir gáf- ur hans og að hann getur talist með hagyrðingum. Sextán rímur af Trójumannastríði eru complet og gott handrit eftir hann. Þannig hefi eg frelsað e i n a sál frá óminnis- dauðanum. Mér til hrygðar datt mér í hug afdrif hand- 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Skírnir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skírnir
https://timarit.is/publication/59

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.