Skírnir - 01.01.1913, Page 17
Jón Borgfirðingur.
17
sér á nóttunni. Kvað hann eitt skyldu yflr þau bæði
ganga, ef eldsvoða bæri að höndum.
Það mun varla ofmælt, að hann hafi unað fátækt
sinni hálfu ver en ella fyrir þá sök, að hún aftraði því
að hann gæti eignast þær bækur, er honum lék hugur á.
Getur hann þess eigi allsjaldan í bréfum sínum, að sig
langi til að eignast einhverja bók í íslenzkum fræðum,
er hann nefnir, en ólukkans fátæktin hamli því. Hann
var stöðugur gestur á ölium bókasöluþingum, og komst
þar oft að góðum kaupum. Einu sinni hrepti hann á
skólauppboði 3 sjaldgæfar bækur í einu bindi og gyltar í
sniðum fyrir 25 aura: Lærdómsbókina frá Leirárg. 1805,
þýðingu Espólíns á veraldarsögu eftir Galletti og Göngu-
Hrólfs8ögu Haldórs Jakobssonar, sem enginn átti þá í
Reykjavík, ekki einu sinni bókasöfnin, og hlakkar hann
heldur en ekki yfir því í bréfi til síra Eggerts. Aftur á
móti blæddi honum jafnan í augum, er hann varð af ein-
hverjum happadrættinum. Á uppboði einu hrepti Páll
Melsteð Józku lög frá 1508 við góðu verði, því Jón hafði
af tilviljun brugðið sér út á meðan; »það var óþörf stund,
en fágæt bók«, segir hann hálfgramur í bréfi til síra
Eggerts. Við bar það og á uppboðum, að hann tók til
handargagns og hirti það sem aðrir fleygðu, og fann þá
stundum sitthvað nýtilegt. Svo skýrir hann frá í bréfi
einu til síra Eggerts: »Um daginn var haldið uppboð
eftir Þorlák heitinn Pétursson, og seldar ýmsar skruddur.
Þar var fleygt í sorpið bunka af smáblaðarusli, og datt
mér í hug að róta í því, tók bunkann og fór heim með
hann. En í staðinn fyrir vonarleysi um nokkuð nýtilegt,
finn eg þar heilt skáldverk í kvæðabók, en notabene eftir
Ara Pétursson, bróður Þorláks. Látum Ara hafa sinn
dóm með sér, eins og hvert annað skáld, er verið hafa á
ýmsum tímum. Þó er margt allgott í því og sýnir gáf-
ur hans og að hann getur talist með hagyrðingum. Sextán
rímur af Trójumannastríði eru complet og gott handrit
eftir hann. Þannig hefi eg frelsað e i n a sál frá óminnis-
dauðanum. Mér til hrygðar datt mér í hug afdrif hand-
2