Ný félagsrit - 01.01.1843, Page 15
UM VEIIZLUN A ISLANDI.
15
í konúngs nafni, og fengib konúngs landseta til ab Ijá
menn á þau e£a róa sjálfir, og var kallab „mannslán”.
Skip þessi gengu mann frá manni, og voru 15 a?> tölu
1691, en þá fengu kaupmenn konúngstekjur ab léni og
skipin meb; fjolgu6u þeir þá skipunum svo, af) þau urðu
80 eba 100, og tóku á þau flestalla þá er sjó sóttu í
Gullbríngu sýslu, en bændur máttu setja upp skip
sjálfra sín og láta fúna*). Varþá ekki vægara að geng-
ið enn svo, aö Albert nokkurr Asgeirsson hafði verib
húðstrýktur á Bessastöðum, að ásjáanda Miiller amtmanni
og Heidemauni landfógeta, fyrir það hann vildi ekki róa
á konúngsbátum um vertíí). — þá var svo bnndið allt
með samtökum Miillers og kaupmanna, að menn mátta
ekki skiptast nauðsynjum sín á miili, enn síður eiga
kaup saman, því öll sala, hjálp eða lán, hvað sem við
lá, var kallað „práng” og látið varða húðstrokum og
þrælkun; lamlsctar máttu ekki færa landsdrottnum vöru
til afgjalds eptir jörð sína útúr heraði, heldur urðu þeir
að selja það kaupmanni þeim sem þarvar; þegar Gottrúp
lögmaður sigldi nieð hænarskrá frá öllum landsmönnum
um nauðsynjar þeirra 1701, og með Ijósu konúngs leyfi,
þá fékk hann með naumindtim að kaupa sér veganesti
þar sem hann lagði úr höfnum, af því það var ekki við
þann kaupstað sem hann átti sókn að. — það mun og
flestum virðast, að ekki væri betri stjórnar von þegar
slikur maður var til frásagnar um Island, sem MiíIIer
var, og er það ekki ófróðligt að heyra nokkur atriði úr
skirslum hans til ennar dönsku stjórnar: það segir hann
t. a. m. meðal annars 1703, að hvorki sé kostur á að
koma upp stærri skipum, né tjölga veiðarfærum á íslandi.
*) Klðgun Arna Magniissonar til koniíngs 27 A;>r, 170(5.