Ný félagsrit - 01.01.1849, Qupperneq 61
UM STJORNARHAGI ISLANDS.
61
eptir skobunarmáta hennar. Hver vogar aö neita,
ab þetta se klókindaleg aöferb?
Hann byggir á því sem sjálfsögíiu, ab stjórnin i
Danmörku nmni aldrei gefa kost á því, ab Island hafí
ekki neitt annab samband vib Danrnörk en konúngs-
nafnib *). þetta kann vel ab vera, en hver hefir
imyndab sér sambandib svo \ þab verbur ab minnsta
kosti iniklu nánara, efþab væri eptirþeim hugmjndum
sem vér ætlum hentugastar, þá væri einnig erfbarétt-
urinn hinn sami, líklega flagg og merki, og mynt;
hluttekníng Islands í hinum almenna ríkiskostnabi,
sem er ab tiltölu í þess þarfir, gjörir sambandib enn
nánara, og óslítanlegt getur þab orbib ef bábum
fellur vel og ekkert ber ab höndum sem slítur þab;
lengra verbur mannlegri forsjá varla hægt ab komast.
Höfundurinn hugsar sér, ab íslendingar eigi ab
senda fulltrúa til rikisþíngsins í Danmörku, skuli
kjósa þá eptir jafnfrjálsum kosníngarlögum einsog í
Danmörku, og kostnab til þeirra skuli borga úr
ríkissjóbnum. Sjáum nú hvort þetta kemur saman
vib hugsun stjórnarinnar, og hvernig þab miini reynast,
ef til þess kæini! — vér höfum sagt frá því ábur, ab
stjórnin ætlabist til í frumvarpi kosningarlaganna,
ab Island kysi 5 menn til annarar deildar ríkisþingsins
*) Höf. segir, að ekkert annað land mundi veita slík kjör.
þessu er nú reyndar svarað út í hött, meðan enginn hefir
talað um samhand við önnur lönd, því síður um kosti þess
sambands. þó má geta þess, að Kanada er kölluð nýlenda
Englands, og hefir hún samt alla stjórn innlenda, bæði
lagastjórn og aðra, og ekkert embætti þar í landi er veitt á
Englandi, nema landstjóra-embættið eitt; ekki þarf Kanada
hcldur að leggja neitt til Englands, heldur aunast hún
tjárhag sinn sjálf.