Ný félagsrit - 01.01.1856, Page 118
118
UM VERZMJN ÍSLANDS-
meira hreinlæti heldur en var ab sjá á því, sem brá&ir
minn kom mef>.
Menn segja, ab brennisteinn sé nógur á Islandi.
F.inn mabur frá Vesturálfu, sem var þar 18531, segir
svo frá, ab þar sé heil stór lög í jörfcunni af öldtíngis
hreinum brennisteini kippkorn uppi í landinu, en bróbir
minn sagbi mör, ab því væri ekki safnab vegna þess ab
flutníngarnir væri of örbugir. Er þá ómögulegt ab gjöra
veg upp ab brennisteinshellum þessum frá næstu höfn?
eba getur ekki ptíbur og járn unnib eins á hraunib hjá
ykkur eins og á forngrýtib hjáokkur? — Eg held vissu-
lega; — en þar þarf samheldi og öflugan vilja. Ur
hrauninu sjálíu mætti líka fá verzlunarvarníng, því tír
hraunsteini mætti fá bezta grjót í veggi, götur, stræti,
vegu og brýr. Hvergi sjá menn eins falleg stræti eins
og í Neapels ríki, þar sem allt er lagt meb hraungrýti.
Hraunhellan væri án efa ágætlega fallin til ab leggja meb
henni stéttir, í stabinn fyrir jarbbik (Asphalt).
Islenzkar vörur munu verba, eins og eg gat um fyr,
ágætlega vel títgengilegar f þessum kaupstöbum í Noregi:
Björgvin, Alasundi, Molda í Raumsdal, Kristjánssundi og
þrándheimi (Nibarósi). Frá þessum kaupstöbum er flutt
tít mikib og gott timbur, og sömuleibis jarbepli; gæti þetta
verib hentugar vörur til ab hafa til skipta vib íslenzkar.
Korn, steinkol og salt, ætti samt ekki ab taka héban,
heldur frá þeim löndum sjálfum, þar sem vörutegundir
þessar aflast. En annar varníngur, sem nú er fluttur
til íslands, yrbi meb hægasta móti fenginn frá Björgvin,
því þar eru menri byrgastir ab honum, og þaban gánga
ntí allir vöruflutníngar tii Hálogalands og Finnmerkur.
í>essi mabur mun vera Pliny Miles, sem var á Islandi 1852.