Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Síða 2

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Síða 2
4 NÝ LÖG pví er farið með þá eins og óskilaeign. Hvorki má flytja af jörðu, hey, áburð né eldivið; ef fráfarandi á fyrningar, skal hann bjóða landsdrotni og viðtakanda kaup á pví eftir mati úttektarmanna; ef þeir vilja -ekki kaupa, má hann flytja pað burt, og skal pað gert fyrir næstu heyannir. Sama er að segja um hús; skal hann, ef þau ekki seljast, hafa rofið pau fyrir Jónsmessu. Eigi má leiguliði byggja öðrum af eða hafa hús- menn, nema með leyfi landsdrottins, né ljá öðrum nein hlunn- indi jarðar nema í skiftum móti öðrum. Hús jarðarinnar skal leiguliði ábyrgjast í fullu gildi, og svara álagi, ef til vantar, eftir úttekt. Ef jarðarhús farast af völdum náttúrunnar, skrið- um, flóðum, landskjálfta eða eldsvoða, pá bæta báðir pað í sam- einingu, landsdrottinn viðu, enn leiguliði torfverk. Skemdir á jörðu, t. d. af skriðum, vatnagangi, bæta báðir að helmingi, að pví er hægt er, enn fyrir stórskemdir til langframa á leiguliði heimting á að landsskuld sé færð niðr eftir óvilhailra manna mati. Ef jarðabætr eru áskyldar í byggingarbréfi, og leiguliði svíkst um pær, og eins ef hann fer illa með áburð, skal lands- drottinn heimta af honum endrgjald pess. Enn ef hann heldr áfram uppteknum hætti meira enn eitt ár, missir hann ábúðar- rétt sinn. Geri ieiguliði jarðabót, sem er að óvilhallra manna mati til bóta, enn landsdrottinn hefir ekki heimtað hana eða styrkt hana, pá skal við úttektina ineta, hvað afgjald jarðar- innar getr aukizt við hana, og landsdrottinn síðan orðið skyld- aðr til að borga fráfaranda fyrir jarðabótina, pó aldrei meira enn tólffaldaða afgjaldshækkunina. Enn ef landsdrottinn gerir jarðabót, sem leiguliði tekr engan pátt í, ber leiguliða að svara hærra afgjaldi eftir mati. Afsögn jarðar og útbygging skulu fara fram fyrir jól. Enn ef ekki er hlýtt löglegri útbyggingu, má bera leiguliða út. Jarðir skulu teknar út við ábúandaskifti og kosta úttektina fráfarandi og viðtakandi að jöfnu. Skal alt út taka, sem jörðu fylgir, bæði hús, kúgildi, garða og annað. — Lög pessi eru annar aðalpáttr iöggjafar peirrar, er landbúnað- inn snertir, enn hinn fyrri er landamerkjalögin. Sama dag sampykti og konungur lög um horfelli á skepn- um. j>au skylda hreppstjóra og hreppsnefnd til að hafa eftir- lit með pví, að menn hafi nóg húsrúm og fóðr handa skepn- um sínum; enn ef einhver lætr fé sitt horast eða horfalla fyrir

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.