Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Side 8

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Side 8
10 SAMGÖNGUR manna, enda sýna það sumir fjallvegirnir, er þarf að leggja þá annaðhvort ár með ærnum tilkostnaði, t. d. Svínahraunsvegr- inn. Vér setjum hér eins og að undanförnu yfirlit yfir fjár- framlögur þær, sem lagðar hafa verið til vegahóta, eftir því sem skýrslur hafa um það birzt: Til fjallavegagjörða 1 Skagafirði, á Mosfellsheiði, Bjarnadal, porskafjarðarheiði, Vestdalsheiði, og fullgerðar á Elliðaár- brúnum, alt í viðbót við framlögurnar 1883 kr. 3061,55 — vegagjörðar á Vaðlaheiði................— 1800,00 — sæluhússins á Mývatnsöræf'um............— 850,00 — að ryðja Grindaskörð....................— 100,00 — vegarins á Mosfellsheiði .......................— 1900,00 — endurbótar enn að nýju á Svínahrausveginum — 3500,00 — framhalds vegarins á Vestdalsheiði .... — 1500,00 — sýsluvega víða um land, aðgjörða og endurbóta á þóstleiðum og fleira......................— 9885,00 þetta er mikið fé, nærfelt 22600 kr., og svo bætist þar við sýsluvegagjald allra sýslna á landinu, sem einnig nemr all- miklu; enn miklu af þessu fé má telja á glæ kastað vegna fá- kænsku manna í þeirri grein. Béði því þingið 1883 það af, að leggja fé til þess, að útlendur vegagjörðarmaður væri feng- inn upp til íslands til að kenna þar að leggja vegi. Vegfræð- ingr þessi kom upp til íslands í byrjun júnímánaðar; var hann norskr ingeniör, Niels Hovdenak að nafni; var honum þegar stefnt austr í Norðr-Múlasýslu, og átti hann að vera yfirsmiðr vegagjörðar á Vestdalsheiði, og ef til vildi líta yfir vegagjörðir víðar. Arangrinn af ferð þessari varð minni enn skyldi. Hovdenak fekk ekki nema óvalda menn, bæði fáa og stopula, og sem ekki skildu hann til hlítar, og svo var hann þarna úti á útkjálka landsins; það varð því ekkert að ráði meðaðnokkur maðr lærði af honum; mun honum hafa þótt ferð sín miðr orðin enn hann hafði til ætlazt. Vegr hans, það lítið sem hann gat með þessu liði, er sagðr ágætlega gerðr, hallinn hvergi meiri enn á vagnvegi má vera, og vandlega búið um rennur og ræsi. Enn því miðr voru það engir, sem gátu svo lengi lært af honum, að þeim sé fremr vel trúandi til að gera trausf- an veg enn áðr.

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.