Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Síða 9
SAMGÖNGUR.
11
Af póstmálum og gufusldpsferðum eru engar fréttir pær
að segja, er teljandi sé.
IV. Fríkirkjasöfnuðrinn í Reyðarfirði.
Vér gátum stuttlega fríkirkjusafnaðarins í Reyðarfirði í
fréttunum í fyrra, og má með sönnu segja, að pað heíir verið haldið
fastlega áfram uppteknum hætti með pað. Lárus Halldórsson
prestr, sem áðr var á Valpjófsstað, pjónaði prestverkum hjá
peim, og brutust peir nú pegar í pað að fara að gera sér nýa
kirkju; pví að ekki máttu peir hlýða guðsorði eða hafa pað um
hönd í sóknarkirkjunni Fór einn af frumkvöðlum fríkirkju-
manna til Noregs um vorið, og keypti par kirkjuvið að fornum
sið, og lét alsmíða par viðinn. Hitti maðr pessi par að máli
forstöðumenn kristniboðsfélaga nokkurra norskra, og fór pess á
leit við pau, að pau legði nokkurn styrk til kirkjusmíðarinnar.
Voru peir alltregir í fyrstu, pví að peim var sagan kunn eftir
dönsku blaði (Nationaltidende), og eigi sem fegrst eða sannorð-
ust. Enn pegar peir fengu gjörr að vita, hvernig í öllu lá,
gáfu peir von um einhvern lítinn styrk, gegn pví loforði, að
norskir sjómenn fengi að nota kirkjuna pegar peir væru par á
sumrum. Kirkjan var reist á Lambeyri á Eskifirði, og gaf
sýslumaðrinn fríkirkjumönnum lóðina undir hana. Hún er
með snotrustu kirkjum hér á landi, bygð í líku sniði og dóm-
kirkjan í Reykjavík; hún er 18 álna löng og 12 álna breið, og
7 álnir undir upsir; 8 bogagluggar eru á hlið hvorri, og 4 á
göflum; svalir eru að innan fyrir framstafni og hliðum inn að
kór. Eigi vitum vér, hvað kirkjan hefir kostað; enn erfitt verðr
pað svo fáum mönnum, að kosta jafndýran prest, og koma upp
vandaðri kirkju í einu. Sóknarnefnd fríkirkjumanna sendi pví
í marz bréf út um land alt til allra kirkjulega frjálslyndra
manna, og mæltist til pess, að hverjir peir, sem ynni kirkju-
legu frelsi, vildi gera svo vel og styrkja sig með fjártillagi
nokkuru. Bréfi pessu mun hafa vera nokkuð misjafulega tekið,
enn margir hafa pó, og pað einkum málsmetandi menn, orðið
til pess að senda peim gjafir nokkurar. Enn pað getr engum
dulizt, sem er nokkuð kunnugr almenningi á íslandi, að fjöld-