Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Síða 10

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Síða 10
12 FRÍKIRKJUSÖFNUÐRINN 1 REYÐARFIRÐI inn af mönnum eru peim meðmæltir, þó að ])eir annaðtveggja pori eða vilji ekki láta á því bera, enda eru fleiri enn færri, og eins af þeim, er fagna fyrirtæki þeirra, sem lítið eða ekkert vita eða skilja í því, sem um er að ræða; flestir halda að það sé bæði annað og þýðingarmeira enn það er. þjóðkirkjuprestrinn í Reyðarfirðinum, Daníel Halldórsson, hafði ekki fengið eyrisvirði af því sem honum bar eftir lögum af tekjum frá fríkirkjumönnum; leitaði hann þá álita æðri manna, til að vita hvernig hann ætti að ná sér niðri, og varð það niðrstaðan, að hann skyldi taka það lögtaki hjá þeim. I trausti til þess, að yfirvaldið hefði rétt að mæla, lét Daníel prestr hirða tekjur sínar lögnámi, og fór þar eftir hinni beinu skipun. Einn af hinum helztu forvígismönnum fríkirkjumanna, Jónas bóndi Símonarson á Svínaskála, kærði prest fyrir sýslu- manni, og dæmdi sýslumaðrinn svo, að prestr skyldi skila, þeim aftr. J>essi ósamkvæmni milli dómarans og þeirra, er fjárnám- ið skipuðu, er af því sprottin, að dómarinn bygði dóm sinn á því, að grundvallarlög Ðanaveldis sé gildandi á Islandi þar sem stjórnarskrána þrýtr; enn í þeim stendr, að enginn sé skyldr til að inna af hendi persónulegar fjárframlögur til ann- arar guðsþjónustu enn hans eigin. Ennfremr hafði Daníel prestr leitað úrskurðar ráðherrans um það, hvernig hann ætti að haga sér gagnvart þessum cvandræðamönnum», sem engum ráðum eða rétti skeyttu þar eystra. Ráðgjafinn svaraði með bréfi dags. 8. nóv., og þar eð bréfið er svo mikilvægt, setjum vér hér enn aðalkafla þess. jþjóðkirkjuprestrinn má færa inn í kirkjubækrnar hjá sér skírn þá, er fríkirkjuprestrinn hefir framkvæmt, með því að þjóð- kirkjan telr gilda þá skírn, er framkvæmd er utan hennar; enn fermingar og hjónavígslur fríkirkjuprestsins má hann ekki bóka, því það eru þýðingarlaus verk. Grafa skal dána úr fríkirkju- söfnuðinum í kirkjugarði þjóðkirkjunnar, enn enga ræðu eða helgisiði mega fríkirkjumenn hafa þar við, enn sóknarprestrinn má, ef hann vill, ausa þá moldu á venjulegan hátt. Alla inn- komna og burtvikna skal hann rita í kirkjubókina. Eftirlit með barnafræðslu skal hann hafa hjá báðum, enn ekkert eftir- lit þarf hann að hafa með fermingu fríkirkjumanna, því að hún er að eins skipuð fyrir menn í þjóðkirkjunni, og ekki hvíl-

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.