Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Síða 13

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Síða 13
TÍÐARFAR. 15 þaut nú grasið upp, og mátti telja hið bezta grasár nyrðra, og í betra meðallagi syðra. I sláttarbyrjunina var ein vika pur sunnanlands, og náðust þar pví víða eitt og tvö kýrfóðr pur af töðum manna; enn pegar slepti miðjum júlímánuði, pá kom fram pessi geysilegi mismunr, sem stundum er á veðrlagi á ekki stærra hólma enn Island er. Norðanlands var tíð perrisæl fram um réttir; sömuleiðis vestra og eystra. Mestalt vestrland frá Hvítá í Borgariirði og norðr til Horns, alt norðrland og austr- land suðr undir Lónsheiði mátti telja að nyti ágætasta sumars; bæði var grasvöxtrinn víðast ágætr, að minsta kosti á túnum, enn sumstaðar lakari á engjum, og svo var nýtingin eftir pví góð. |>að var eðlilega eins og vant er heldr lakara á útkjálk- um, t. d. Hornströndum, enn pó var pað alt með betra móti, pví að hafís enginn varð landfastr petta vor; kom hann enginn annar enn að litlir lausajakar sáust á flækingi undan Horni. Heyjaföng manna nyrðra voru pví bæði mikil og góð og fyrn- ingar allmiklar til undan vetrinum, enda heyrðist helzt sú um- kvörtun paðan að norðan, að pað fengist hvergi keypt kind, pví að par er nú víða fjárfátt síðan grasleysissumarið 1882. Enn á hinum suðlægari kjálka landsins var svo dæmafátt vætu- sumar, að elztu menn pykjast ekki muna annað eins, nema ef til vili sumarið 1819. Erá pví seint í júlí og til höfuðdags var sífeld rigning af suðri eða landsuðri; með liöfuðdegi létti dá- lítið upp, enn pó aldrei svo, að neinn dagr væri til enda pur. |>ó var perriflæsa með skúrum á milli í 4 daga, og náðu pá margir heyjum sínum inn hröktum og hálfpurrum í uppsveit- um: Hreppum, Landi, Kangárvöllum og Eljótshlíð, par sem þurlent var. Enn í mestu votlendissveitunum syðra, Landeyj- um, Flóa og ölfusi, varð að hætta slætti á miðju sumri vegna vatnsaga; störin stóð í kafi og yddi að eins á toppana, og sæti voru víða í svo djúpu vatni, að að eins sá ofan á pau. ÍLand- eyjum og pykkvahæ og beggja megin við ölfusá varð vatns- flóðið svo mikið, að sætið synti hundruðum saman eins og skipafloti fram í sjó, svo að ekkert var eptir af. Yoru stórar brimrastir meðfram öllum söndum af sjórekuu heyi. |>eg- ar spiltist eftir höfuðdaginn, keyrðu rigningarnar um pver- bak; var pá líkast sem aldrei hefði komið skúr úr lofti; gekk á pví til gangna, enn undir réttirnar fór pó að birta upp part

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.