Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Side 18

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Side 18
20 BJARGRÆÐISVEGIR. manna stórum, sem ekki var heldr að furða, par sem bæði var lítið inn í kaupstað að láta, og illa fyrir gefið á móti. Ullin er altaf að falla í verði, og hvergi mun hafa verið gefið meira fyrir hana enn 65 a. (nyrðra 64 a.); saltfiskrinn var lítill, og pá mest ýsa, enn enn pá tilfinnanlegra varð mönnum, að hann varð ekki í hærra verði enn 50 kr. málsporskrinn og 30 kr. ýsan. Hlutir margra voru ekki meiri enn hálft skippund eða ekki pað, og varð pað lítið til skuldalúkninga og heimilisparfa. Eftir skýrslum að dæma voru útfluttar aðalvörur af Islandi pessar (til samanburðar er sett í sviga vörumagnið árið áðr, 1883): Ull 1204000 pd. (1306000 pd.). Saltkjöt 5200 tn. (4200 tn.). Saltfiskr 35750 skpd. (54406 skpd.). Tólg 217000 pd. (164000 pd.) Harðf. 260 skpd. (481 skpd.). Sauð.gær. 29200 tals (19600). Lýsi 8400 tn. (9300 tn.). Æðardúnn 6900 pd. (6700 pd.). Tafla pessi sýnir, að allar verzlunarvörur, nema pær sem spretta af pví, að menn urðu að fækka fé sínu svo stórum syðra vegna heyskaparvandræðanna, hafa lækkað að góðum mun frá pví árið áðr. Verðlag á helztu vörum, útlendum og inn- lendum, var æði-misjafnt, eins og vant er að vera, enn hér skal setja hið venjulegasta af pví: Rúgr og rúgmjöl 18—20 kr. tunnan (200 pd), bankabygg 28—32 kr., baunir 26—28 kr., kaffi 50—65 a. pd., sykr 40—50 a. pd., steinolía 22—30 a. potti- inn. Saltfiskr 50 kr. skpd., smærri 35 kr., ýsa 25—30 kr., harðfiskr 80 kr„ lýsi 30- 45 kr., hvít ull 60 — 65 a., mislit 45, æðardúnn 16 kr. pd. Lax 35 a. nýr, enn 75 a. saltaðr. Ann- ars var verðlag til jafnaðar svipað og árinu áðr, nema á fiskin- um. Telja menn öll líkindi til, að hann komizt ekki í verð framar, pví að, svo sem kunnugt er, drógst pað einhvern veg- inn fyrir stjórninni árið 1883, að endrnýja saltfiskssamninginn við Spán, svo að Erakkar náðu gersamlega öllum markaðinum par undir sig nú um sumarið. f>að varð íslenzka fiskinum fyrir ári, að kólera gekk á Erakklandi um haustið, og var pá um tíma heft samsranga milli landanna; gekk pá vel út salt- fiskrinn á Spáni lyrir 56—58 kr. skippundið. Enn óðara enn vörnunum var hætt, féll pað niðr. Erakkar áttu talsvert fleiri

x

Fréttir frá Íslandi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.