Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Page 23

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Page 23
FISKIVEIÐAM \ L LANDSINS. 25 um hann. Kassa pessum var komið fyrir á hentugum stað í Laxá. Síðan var farið að veiða, til pess að fá hrogn; 13 lirj'gnur og 18 hængir náðust, og voru þau geymd í kassan- um. Síðan var par kofi bygðr, og veitt í hann vatni úr lind einni; í kofanum voru tilfæringar til ldaksins. Hrygnurnar voru orðnar gotfærar í miðjum október, og var altaf verið að frjófga hrogn frá 16. október til 8. nóvember. XJrðu als frjóf- guð um 26000 hrogn par. TJm 800 þeirra vóru dáin fyrir ný- ár. Um jólin fór að votta fyrir augum í hrognunum, og vóru þannig góðar horfur á, að klakið ætlaði að hepnast vel. Lak- ast gekk peim þar að halda vatninu nógu köldu(3"C). Snemma í októbermánuði fór Johnsen (svo hét hinn sænski laxamaðr) austr að Jnngvöllum að koma par á fót urriðaklaki; tókst par að frjófga um 18000 urriðahrogn; ekki hafa fregnir komið af því, hvernig pví hafi reitt af. þorkell prestr Bjarnason á Reynivöllum lét sér mjög ant um framkvæmdir á pessu parf- lega fyrirtæki, og lofaði að gefa nákvæma skýrslu um klakið og al!a tilhögun við pað, þegar pví væri lokið. Mestum örð- ugleikum ollu hin langvinnu illviðri framan af vetrinum, að pað gæti orðið passað svo vel sem skyldi. Sakir hins mikla fiskileysis undanfarið ár og petta ár fóru menn með sjávarsíðunni syðra að hugsa um, hvað pví mundi valda, og komust pá þeir, sem greindari og gætnari vóru, að þeirri niðr- stöðu, að pví mundi valda hinar almennustu veiðibrellur: netin og lóðin. Samkomulag og sampyktir hafa einatt verið gerðar um petta efni, enn aldrei dugað neitt, pví að sampyktirnar hafa verið rofnar pegar færi gafst á. f>egar fiskiganga hefir komið, hefir verið girt fyrir hana með netum, svo að hún hefir snúið frá landinu aftr, og verið svo elt með netunum dýpra og dýpra á haf út. Enn nær landi hefir verið alt drepið á lóðina, sem fengizt hefir, smátt og stórt; pað kvað svo ramt að, að á vorvertíðinni fylti 60—70 fiska hlutr skeppumál, og 30 fiskar komust að sögn í sjóvetling af smáseyðum, sem glæptust á lóð- inni. Seyði pessu eru uppvaxandi fiskr, og sami skaði að drepa hann eins og fyrir fénaðarbóndann að drepa altaf lömbin. Fiski- veiðafundr út úr pessu máli var haldinn í Hafnarfirði 11. sept..,

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.