Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Síða 28

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Síða 28
30 HEILSUFAR, SLYSFARIR OG LÁT HELDRA FÓLKS. Jónsson og Jón Ólafsson ritstjórar í Reykjavík gengust þegar fyrir samskotum handa þessum munaðarleysingjum; samsöngr var haldinn í dómkirkjunni í Reykjavík, og fekst fyrir hann um 200 kr., og ágóði af fyrirlestri einum þar varð alt að 10o kr.; svo gáfu og ýmsir, bæði utan Reykjavíkr og í Reykjavík. Samskotin munu hafa numið als hátt á annað þúsund krónum. — Seint 1 janúar urðu tveir menn úti á Mýrum. — Stúlka varð úti í þingvallasveit 4. febrúar. — Bátr fórst í Gróttu á Seltjarnarnesi 21. dag marzmánaðar, með 7 mönnum, og 25 s. m. fórst einn maðr á báti frá Rauðará við Reykjavík úr hrognkelsanetum. — 16. apríl barst skipi á í lendingu undir Eyjafjöllum, og druknuðu af því tveir menn. — 26. marz kramdist maðr til bana undir hlið á hákarlaskipi á Flateyri vestra. — 7. maí fórst bátr í Bolungarvík; druknuðu af því 4 menn, enn 2 yarð bjargað. — í júní fórust 3 menn af báti við ísafjarðardjúp, og í júlímánuði fórst maðr á Akranesi, Sam- son Magnússon verzlunarmaðr, þannig, að hann druknaði í sjó- baði, enn var ekki syndr. — 26. júlí fórst bátr á skemtisigl- ingu í Reykjavík; voru á honum Sigurðr skólakennari Sig- urðsson, L. Larsen verzlunarstjóri og unglingsmaðr frá Sölfhól. J>eir höfðu siglt inn í Elliðaár, og voru komnir miðja vegu milli Yiðeyjar og Reykjavíkr, þegar síðast sást. Að báðum þessum mönnum var mannskaði mikill. Sigurör Siguröarsun var fæddr 11. nóv. 1849; var hann bóndason af Mýrum vestra. Hann lærði undir skóla hjá síra Sveini Níelssyni á Staðarstað, og kom í Reykjavíkrskóla 1866; útskrifaðist hann þaðan 1872. Yar hann síðan 2 ár heimiliskennari hjá Riis kaupmanni á ísafirði, þar til hann fór til háskólans 1874, og lagði stund á málfræði; tók hann embættispróf í henni 1879, með lofseink- unn, og var þá um haustið settr kennari við lærða skólann í Rvík. Arið eftir var honum veitt kennaraembættið, og þá um leið fekk hann styrk af landsfé til þess að sigla til Frakldands og fullkomna sig í franskri tungu. Sigurðr var gáfumaðr góðr, og ástundunarsamr, enn einkanlega var hann mesti tungumála- maðr. Hann var einkarvel látinn af lærisveinum sínum og öllum þeim, sem til hans þektu. Lík hans fanst löngu síðar

x

Fréttir frá Íslandi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.