Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Page 36

Fréttir frá Íslandi - 01.01.1884, Page 36
38 VÍSINPALEGAR RANSÓKNIR. og kom það alt vel saman við söguna. paðan fór hann síðan til Örnólfsdals, og skoðaði par Blundketilsbrennu (Hænsa-póris- saga); gróf hann par til riísta, og fann öskuna og skáiatóttina; var hún mjög hrunin saman, og fornleg, 99 fet á lengd og um 25 fet á breidd. Síðan hélt hann par niðr eftir firðinum, skoð- aði pingstað hinn forna við Œjúfrá, og fann par tóttir; svo fór liann út á Mýrar, og skoðaði alt pað, sem kostr var á á Borg, og stöðvum peim öilum. er Egils saga talar um par nærlendis, t. d. Skallagrímsstein í Baufarnesi, rauðablástrinn, Krumskeldu o. fl. Síðan fór hann yfir Gufuskála inn á Hvítárvöllu, og fann par tóttir margar á kaupstefnustað hinum forna; paðan skoðaði hann pingstaði Borgfirðinga hina fornu: J>ingnessping og pverárping. í pingnesi fann hanu 10—12 búðaleifar, enn hitt pingið ætlar hann að verið hafi í Stafholtsey, og sé nú ping- staðrinn brotinn af, af Hvítá. Svo skoðaði hann hinn forna farveg Hvitár fyrir sunnan Ey, og fann par vöð pau öll hin merkari, er sögur, einkum Eyrbyggja og Sturlunga, tala um. Margt fann hann fleira, sem frásögu er vert, enn rúm leyfir eigi að telja, enda mun pað koma nákvæmar út á sínum tíma í Arbók félagsins. Allmarga hluti fekk hann til forngripa- safnsins í ferð pessari, enn ekki gat hann komið peim svo fyrir sem skyldi, pví að húsrúm pað, sem forngripasafninu er ætlað í alpingishúsinu, er pegar orðið langt oflítið. Leiðir af pví, að nær ómögulegt er að hagnýta sér safn petta eins vel og nauð- sjrn krefr. J>orvaldr Thoroddsen hélt áfram fjallaransóknum sínum hér á landi sem fyrr. Tók hann nú til yfirferðar hið sagna- ríka útilegumannabæli Odádahraun, og svo liinar stórkostleg- ustu eldstöðvar par í kring. Fyrst skoðaði hann sig um í Mývatnssveit og mældi par upp land af nýju, og fór síðan upp í Herðubreiðarlindir, og hafði par aðsetr sitt til pess að i:eta skoðað paðan austrhluta hraunsins. Fyrst skoðaði hann öskju síðari hluta júlímánaðar; Askja er kringlóttr dalr, um 1 fermílu á stærð, í miðjum Dyngjufjöllum. Fullr er bann af eldhraunum, og par eru eldgígar peir, er gosið kom úr 1875. Við pað gos hefir fallið par niðr landspilda allmikil, um 740

x

Fréttir frá Íslandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir frá Íslandi
https://timarit.is/publication/95

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.