Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 3
5 hvað þvílíkt. En svo hefir það skifst í Stóra- og Litla- þá er sjór- inn hafði brotið undirlendið fast upp að klettsnefinu og þannig skift undirlendis-ræmunni í tvennt. En þá er hún var öll afbrotin, svo ekki var eftir nema sandurinn í vikunum báðum, þá hefir það upp- haflega örnefni (? G rund, ? Fit) týnzt líka, og ekki orðið annað eftir en forskeytið: »Langa«. Á þessu fagra undirlendi, við Eiðið, er sagt að þrælar Hjörleifs hafi sezt að, og þar hafi Ingólfur komið að þeim, elt þá þaðan í ýmsar áttir og drepið þá. Dufþakr á t. a. m. að hafa flúið í brekku þá, norðan í Heimakletti, sem Dufþekja heitir og á að hafa nafn af honum. Um önnur örnefni verður ekki sagt, að þau minni á þræl- ana, nema ef vera skyldi Faxi, snös norðan á Yztakletti, og Faxa- sund þar neðan undir. Það er ekki skiljanlegt, að þau örnefni séu kend við föxóttan hest. 0g þar eð kunnugt er um Faxaflóa, að hann er kendur við mann er Faxi hét, og var úr Suðureyjum, þá liggur nærri að ætla, að likt standi á með þessi örnefni, að þau séu kend við vestrænt mannsnafn. Munntnæli telja líka Álfsey og Bjarnarey vera kendar við tvo af þrælunum, er hafi heitið Álfr og Björn. En þar eð það eru norræn nöfn, geta þær eyjar eins vel verið kendar við aðra menn síðar. Raunar gáfu menn sumum vest- rænum þrælum norræn nöfn, og er ekki hægt að fullyrða neitt um þetta. II. Herjólfsclalur. Svo segir Landnáma, V. 5.: »Ormr ánauðgi son Bárðar Báreks- sonar, bróðir Hallgiíms sviðbálka nam Vestmanneyjar«. önnur hand- rit hafa: »Herjólfr, son Bárðar Bárekssonar, bróðir Hallgríms svið- bálka [sniðbaka] bygði fyrst Vestmannaeyjar ok bjó i Herjólfsdal fur innan Ægisdyr. Þar er nú hraun brunnit. Hans son var Ormr auðgi, er bjó á Ormsstöðum við Hamar niðri, þar er nú blásit alt«. Þessir staðir í Landn. bera það með sér, að hvorugur þeirra er ritaður af kunnugleik. Fyrtaldi staðurinn er tekinn eftir eldra handriti, og veit ritarinn þá ekkert um bústað landnámsmannsins og sleppir alveg að geta hans. Sá er síðartalda staðinn reit, hefur afl- að sér betri upplýsinga. Hann veit það, að landnámsmaðurinn hét Herjólfur og hverrar ættar hann var, að hann var faðir Orms hins auðga og að hann bjó í Herjólfsdal. Það örnefni er enn til á Vest- mannaeyjum, sem þegar er getið, og er þar mjög fagurt og byggi-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.