Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Side 11

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Side 11
13 an verið jarðað þar eins og annarstaðar í garðinum, og sést nú ógjörla hvar í honum hún hefir staðið. Handrit Nikulásar getur þess, að áður en Landakirkja var bygð, hafi verið messað í smákirkjum í Kirkjubæ og Ofanleiti. En eftir að hún kom hafa þar verið bænahús. Hlutaðeigendur hafa ekki viljað missa alt. Bænahúsið i Kirkjubæ stóð fram á 19. öld. Þar, sem það stóð, er nú hjallur, og er hann kallaður »bænahúsið«. Kringum hann hefir til skamms tíma vottað fyrir kirkjugarði og leiðum. En nú hefir það alt verið sléttað út. Svo sagði mér gam- all maður í Vestmannaeyjum, Jón bóndi Jónsson i Gvendarhúsi hjá Ofanleiti, að þá er síra Brynjólfur Jónsson var prestur í Eyjunum, hefði enn verið 3 legsteinar í Kirkjubæjarkirkjugarði. Hefði þeir verið svo máðir, að að eins hefði lítið eitt vottað fyrir letri á þeim. Hefði síra Brynjólfur reynt með alúð að lesa á þá, en reynst það ómögulegt. Hefði hann því álitið, að ekki væri neitt á móti því, að slétta þá alveg, og gera svo úr þeim legsteina yfir aðra menn. Og það hefði verið gert. Það væri nú legsteinarnir yfir sr. Jóni Austmann, Magnúsi syni hans og Jóni Salómonsen, tengdasyni hans. Eftir bænahúsið á Ofanleyti sjást nú engar menjar, en vottar fyrir kirkjugarði, sem kringum það hafði verið. Það hefir þó stað- íð fi’am undir miðju 19. aldar. Svo sagði mér Þórunn Sigurðardótt- ir, mjög merk kona (f á Loftsstöðum 1899), að þá er hún bjó í Fljótsdal í Fljótshlíð, kringum 1850, fór hún eitt sinn með manni sínum kaupstaðarferð út í Vestmannaeyjar, og heimsótti kunningja- fólk sitt þar. Kom hún þá að Ofanleiti og sýndi síra Jón Austmann henni »kirkjuna«, — það hefir víst verið bænahúsið. — Sá hún þar talsvert af útskurði, er henni þótti mjög fagur. En sr. Jón sagði henni, að nú ætti að fara að rífa kirkjuna, og nú yrði allur þessi fagri útskurður seldur á uppboði til eldiviðar. Sér væri ekki unt að afstýra því, og mætti hann þó ekki til þess hugsa. — Þá er Þórunn sál. sagði mér þetta, var eg með öllu ókunnugur Vest- mannaeyjum og hugkvæmdist ekki, að spyrja hana frokar um þetta, t. a. m. hvort »kirkjan« sem hún nefndi svo, hefði nú í raun og veru verið annað en bænahús. Mér sýnist það nfl ljóst, að þar eð byrjað var að byggja steinkirkjuna 1783, þá hafi hún verið fullgjör löngu fyrir þenna tíma, og þá líka búið að rífa gömlu kirkjuna frá 1722, og því hafi það ekki getað verið Landakirkja, sem sr. Jón sýndi Þórunni. Ef til vill hefir bænahúsið á Ofanleiti alla tíð verið kallað kirlcja.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.