Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 14
Rannsókn á Þörsmörk sumarið 1906. Eftir Brynjúlf Jónsson. Svo segir í Landn. V. 2.: »Ásbjörn Reyrketilsson og Steinfíðr bróðir hans námu land fyrir ofan Krossá fyrir austan Fljót. Stein- fiðr bjó á Steinfinnsstöðum ok er ekki manna frá honum komit. Ás- björn helgaði landnám sitt Þór ok kallaði Þórsmörk; hans son var Ketill enn auðgi, er átti Þuriði Gollnisdóttur; þeirra börn váru þau Helgi ok Ásgerðr«. Svo segir Njála, k. 148: »Kári reið nú vestur fyrir Seljalands- múla ok upp með Markarfljóti ok svá upp í Þórsmörk. Þar eru þrír bæir, er i Mörk heita allir. Á miðbænum bjó sá maðr, er Björn hét . . .« Þetta eru einu sögustaðirnir, sem skýra Irá bygð á Þórsmörk. Það er þvi eigi von, að menn viti mikið um hana. Eigi er unt að vita nær bygðin þar lagðist niður, en snemma mun það hafa verið. Það lítur helzt út fyrir, að Þórsmörk hafi verið óbygð þá er Jón Loftsson bauð Þorláki biskupi að flytja sig þangað með Ragnheiði, systur biskups, » . . . eðr í einhvern þann stað, er eigi sekist al- þýða af samneyti við mik«, segir Jón, (Bisk.sög. I. 291). og er þar með gefið í skyn, að í Þórsmörk hafi ekki verið hætt við, að hann hefði samneyti við alþýðu, þaðan væri engar samgöngur við almanna- bygð. Þetta var á 12. öld. En á 13. öld á Hallskirkja undir Eyja- fjöllum skógaritak í Stöng á Þórsmörk (ísl. fornbréfasafn II. 85), og bendir það til hins sama. Um orsök til þess, að bygð á Mörkinni lagðist niður vita menn heldur ekkert. Ég hefi getið þess til áður (sjá Árb. fornl.fél. 1894, bls. 22), að vestan fram með Þórsmörk hafi verið undirlendi, er Markarfljót hafi síðan hlaupið yfir, og hafi það orðið til þess, að þar hafi eigi þótt búandi vegna vegleysis til bygða.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.