Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Side 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Side 20
22 rúm fyrir Steinfinnsstaði annarsstaðar, en fyrir innan Þröngá, og er það í samræmi við tilgátu mína hér að framan. Hellar, skútar, gjögur og glufur, eru víða á Þórsmörk í brúnun- um utanmeð, og sýnir það ljóslega, að sjór hefir náð þangað fyrrum Tveir hellar hafa nöfn: Snorrariki og Sóttarhellir. Um Snorraríki er sú munnmælasögn', að hann hafi nafn sitt af sekum manni er hafi hafst þar við. Og það er ekki ósennilegt, því þar er ilt aðsókn- ar. Hellirinn er hátt uppi í lóðréttum hengi-hamri, eru sporhöggv- in í bergið til að klifra upp. Ekki eru þau stærri en aðeins fyrir tærnar og fingurgómana, og fram úr dyrunum skagar laus steinn, eigi alllítill, sem líklega hefir verið halaður upp og settur þar til að gjöra uppgönguna en óhægari. Enda er ekki allra færi að fara í hellinn. Þó átti eg tal við mann, sem komið hat'ði í hann. Sá maður fullyrti að hellirinn hefði engin þau kennimerki innan, er bæri vott um mannaverk. En á hamrinum, sem hellirinn er í, sér þó talsvert af mannaverkum neðantil, auk sporanna, sem nú er getið. Það eru nöfn og fangamörk margra manna, án efa einkum fjárleitarmanna. Þau eru auðsjáanlega misgömul, sum eru máð, sum aftur nf/leg, en langflest þar á millí. Letrið á flestum er latínuletur þó sá ég þar settletur og lítið eitt af rúnum. Eigi virtust þær mjög fornlegar. Um Sóttarhellir er sú munnmælasögn, að þar hafi margir fjár- leitarinenn dáið sviplega í einu og að þessvegna hafi hellirinn síðan verið vígður; hafi þá verið festar upp í hann klukkur og sjáist þess enn merki. Þessa sögn hafði ég heyrt í mörgum og mismunandi »út- gáfum«. Þess vegna varð mér það nú, sem sjaldan er vant, að ég gaf munnmælunum engan gaum og fór ekki að skoða hellinn. Þess iðraðist ég þó, er ég kom til baka út í Fljótshlíðina. Þar hitti ég þá mann, er komið hafði í hellinn og athugað hann ínnan, sagði hann að sér virtust raunar líkur til, að aðallega væri hellirinn nátt- úrusmíði, en þó líklega lagaður af mönnum. Tvö berghöld væru uppi í ræfrínu, hvort gagnvart öðru, hola væri inn úr gaflinum, höggvin af mönnum, og á ræfrinu sæist á einum stað votta fyrir ókenuilegu letri. Af þessu datt mér það spursmál í hug: Skyldu ekki írskir munkar hafa búið í hellinum fyrir landnámstið? Sú til- gáta væri í samræmi við grein mína: Um hella undir Eyjafjöllum, í Arb. ’02, og við liina vel rökstuddu grein Einars sýslumanns Bene- diktssonar um Irabplin (Fjallk. XXII, tölubl. 41, 42). 1

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.