Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 27

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 27
Athugasemdir við Arbók Fornleifafélagsins 1905. Eftir Brynjúlf Jónsson. Fornleifarannsóknir geta, eigi síður en hvað annað, lengi staðið til bóta. Nýjar athuganir, nýjar bendingar geta þá og þá leitt til nýrra upplýsingar og nýrrar niðurstöðu um eitt og annað. Það er ekki langt síðan 1904, er eg ritaði greinarnar um rannsókn mína í Árnesþingi, sem prentaðar eru í Árb. 1905. Þó hefi eg síðan fengið tilefni til að gjöra athugasemdir við ýms atriði í þeim greinum: I. Á bls. 4 er sú tilgáta sett fram, að bærinn Fljótshólar kynni fyrst að hafa staðið þar, sem nú heitir Kelavarða á Öldunni vestan- halt fram undan Fljótshólum. En það mun ekki rétt til getið. Því nú hefi eg fengið að vita, að Kelavarða er í Ragnheiðarstaðalandi. Bær virðist samt hafa verið þar, og annar skamt frá honum. Á það benda grjótþústir. En það mun hafa verið afbýli frá Ragn- heiðarstöðum, sett við landamæri. Nú hefi eg líka fengið að vita, að til er sögn um eldri Fljótshóla en þá, sem nú heita Fornu-Fljóts- hólar. í vesturhalt suður frá Fljótshólum, nær í sömu stefnu, sem Fornu-Fljótshólar eru, en miklu lengra burtu, fram í öldunni fyrir sunnan vik það, er gengur vestur úr Þjórsá, er sá staður sýndur, sem sögnin segir að Fljótshólar hafi fyrst staðið. Þar heitir nú Bdtsmelur, en er þó enginn »melur«, heldur grótþúst sem svara mundi bæjarstæði. Mikið byggingargrjót hefir verið dregið þaðan á ís heim að Fljótshólum og er þó talsvert eftir. Fyrst er sagt að grjótþústin hafi verið hulin af stórum blöðku-mel, — því heitir þar Bhts-melur, — en hann er alveg blásinn burtu. Engir »hólar« sjást þar nú, heldur en annarstaðar á Öldunni. En enginn getur gizkað á, hvaða mishæðir þar kunna að hafa verið hér og hvar, áður en Aldan myndaðist eða náði að hylja þær.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.