Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 29
31 sama sem mokstrarreka, þá er ekki ólíklegt, að það bendi á verk- færið, sem hann var kunnastur fyrir að vinna með: reku-spaðann, moldarrekuna, með öðrum orðum: að hann hafi verið garðlagsmað- nr, byggingamaður, og þá að líkindum starfsmaður og nytjamaður heima fyrir. Slíkur maður var liklegri en þeir, sem í stórræðum vildu standa, til þess að vilja greiða veg ferðamanna og brúa ófær- an læk, svo beina leið mætti komast. Og auðséð var á brúnni, að sá sem hana bygði hafði ætlast til, að hún skyldi verða endingar- góð. Mér sýnist tilgátan ekki ólíkleg. En sé hún rétt, þá hefir Þor- leifur spaði verið annars maklegri en aðhláturs. III. A bls. 5, þar sem lokið er máli um Rauðárhól, hefði átt að geta þess, að upp frá bænum liggur djúp og mjó laut, liklega uppgróin hraungjá, skáhalt upp í hraunið, og eru í henni straumlaus leir- vatnsdrög, sem ekkert afrensli hafa. Hefir þess verið getið til, að þessi laut kunni fyrrum að hafa veriö kölluð Rauðá. En ekki er hún líkleg til að hafa borið nafnið á. Bæjarnafnið er ekki heldur borið fram í daglegu tali Rauðarhóll, þó svo sé ritað, heldur ávalt Rauðarhóll. Og sé þessi hjáleiga gömul, þá hefir hún að líkindum áður staðið framar og fjær þessari laut, en verið færð undan sjó eins og flestir aðrir bæir þar strandlengis. IV. A bls. 6 hefi eg lýst undrun minni yfir því, að ekki hækkaði vatnið í Grímsdæl þá er Skipá hætti að renna. En nú er eg þess vís orðinn, hvernig á því var háttur. Áður rann lækur, eigi all- lítill, úr Traðarholtsvatni ofan í Grímsdæl. Hann hét Grjótlækur. Þvi hætti Skipá að renna, að Skipamenn stýfiuðu Grjótlæk uppi við vatnið, svo hann er ekki lengur til. Orsökin var sú, að þá er Grímsdæl tók að grynnast af sandi, er í hana barst frá sjónurn, þá gat hún ekki lengur tekið á móti öllu því vatni, sem lækurinn bar fram i leysingum. Flæddi það heím að bæ á Skipum og jafnvel inn í hús á stundum. Traðarholtsvatn bætti sér upp afrensli með þvi að mynda nýjan læk, sem nefndur er Nýilækur og rennur í Baugstaðavatn. Hinn forni Traðarholtslækur, — sem öðru nafni nefníst Hörpuhólslækur, — gat nefnilega ekki, landslags vegna, bætt við sig öllu þvi vatni, sem Grjótlækur hafði borið fram. Ein af hjáleigum Traðarholts heitir Grjótlækur. Sá bær hefir nafn af læknum, því hann rann þar hjá. Mun hann aldrei hafa

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.