Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Blaðsíða 29
31 sama sem mokstrarreka, þá er ekki ólíklegt, að það bendi á verk- færið, sem hann var kunnastur fyrir að vinna með: reku-spaðann, moldarrekuna, með öðrum orðum: að hann hafi verið garðlagsmað- nr, byggingamaður, og þá að líkindum starfsmaður og nytjamaður heima fyrir. Slíkur maður var liklegri en þeir, sem í stórræðum vildu standa, til þess að vilja greiða veg ferðamanna og brúa ófær- an læk, svo beina leið mætti komast. Og auðséð var á brúnni, að sá sem hana bygði hafði ætlast til, að hún skyldi verða endingar- góð. Mér sýnist tilgátan ekki ólíkleg. En sé hún rétt, þá hefir Þor- leifur spaði verið annars maklegri en aðhláturs. III. A bls. 5, þar sem lokið er máli um Rauðárhól, hefði átt að geta þess, að upp frá bænum liggur djúp og mjó laut, liklega uppgróin hraungjá, skáhalt upp í hraunið, og eru í henni straumlaus leir- vatnsdrög, sem ekkert afrensli hafa. Hefir þess verið getið til, að þessi laut kunni fyrrum að hafa veriö kölluð Rauðá. En ekki er hún líkleg til að hafa borið nafnið á. Bæjarnafnið er ekki heldur borið fram í daglegu tali Rauðarhóll, þó svo sé ritað, heldur ávalt Rauðarhóll. Og sé þessi hjáleiga gömul, þá hefir hún að líkindum áður staðið framar og fjær þessari laut, en verið færð undan sjó eins og flestir aðrir bæir þar strandlengis. IV. A bls. 6 hefi eg lýst undrun minni yfir því, að ekki hækkaði vatnið í Grímsdæl þá er Skipá hætti að renna. En nú er eg þess vís orðinn, hvernig á því var háttur. Áður rann lækur, eigi all- lítill, úr Traðarholtsvatni ofan í Grímsdæl. Hann hét Grjótlækur. Þvi hætti Skipá að renna, að Skipamenn stýfiuðu Grjótlæk uppi við vatnið, svo hann er ekki lengur til. Orsökin var sú, að þá er Grímsdæl tók að grynnast af sandi, er í hana barst frá sjónurn, þá gat hún ekki lengur tekið á móti öllu því vatni, sem lækurinn bar fram i leysingum. Flæddi það heím að bæ á Skipum og jafnvel inn í hús á stundum. Traðarholtsvatn bætti sér upp afrensli með þvi að mynda nýjan læk, sem nefndur er Nýilækur og rennur í Baugstaðavatn. Hinn forni Traðarholtslækur, — sem öðru nafni nefníst Hörpuhólslækur, — gat nefnilega ekki, landslags vegna, bætt við sig öllu þvi vatni, sem Grjótlækur hafði borið fram. Ein af hjáleigum Traðarholts heitir Grjótlækur. Sá bær hefir nafn af læknum, því hann rann þar hjá. Mun hann aldrei hafa
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.