Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Side 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Side 30
32 staðið nær sjó en hann er og ekki verið færður. Hann er neðstur af öllum Traðarholts-hjáleigum. Bærinn að Skipum stendur nú rétt hjá honum. V. Á bls. 8 er það tekið fram, að bæjarnafnið að Skipum bendi á hafnarstöð og skipaferð og jafnframt, að nú sýnist það eigi líklegt. En því má bæta við, að þar, sem hann er nú, hefði hann víst aldrei fengið þetta nafn. Hann er ekki svo nærri sjó, að ástæða væri til að kenna hann við skip, þó þau væri þar við sjóinn. Það er auð- ráðið af likum, að hann hefir, eins og aðrir sjóbæir þar strandlengis, verið færður lengra eða skemmra frá uppruna-stað sínum undan sjónum. Enginn veit nú hvar hann hefir áður verið. Sá staður er annaðhvort hulinn sjó eða sandi. Honum hefir ekki þótt óhætt nær sjó en uppi við Grímsdæl nær Grjótlæk. En eins og venjulegast er, þá er bæir eru fluttir, hefir hann verið látinn halda nafni sínu, þó það ætti þá ekki lengur við. Mætti telja mörg dæmi upp á það og er oftast heppilegra en að nýtt nafn sé upp tekið, sem þó eru líka dæmi til. En fyrir utan líkurnar get eg nú tilfært bréflega sögn um það, að bærinn var fluttur. Eftir lát Þorleifs sál. Kolbeinssonar á Háeyri fekk eg að skoða bréfa skræður, sem til voru eftir hann. Þær voru grautfúnar og áttu að brennast. Þar fann eg þó tvö blöð svo læsi- leg, að eg gat tekið gallalítið afrit af þeim. Á öðru var dómur Þórðar biskups um dagsverk presta. Á hinu var skrá yfir Skipa- bændur síðan bærinn var fluttur. Hana gat eg þó ekki tilfært þar, sem Skipa er getið í Árb. 1905, því þá er eg ritaði það, gat eg ekki fundið afritið og mundi innihald þess of ógjörla til að minnast á það. Nú hefi eg fundið það aftur og set það hér. Fylli eg sjálfur í eyðurnar. »Tómas er maður nefndur er bjó vestur á (landi) ógiftur og hélt bústýru og tók til upp(eldis) pilt og stúlku. Pilturinn dó 18 vetra vofei(flega). En Tómasi varð svo mikið um, að hann se(ldi) eigur sínar allar og eirði hvergi þar um sveitir, fór svo sveit úr sveit þar til hann komst að Hrauni í Ölfusi, var þar um tima, fór þaðan að Skúmsstöðum á Eyrarbakka og var þar lítinn tíma, þaðan að Stóra-Hrauni, giftist þar og dó þar, og átti einn son er Hannes hét. En sá Hannes fór að Skipum í sömu sveit og átti dóttur Ingi- mundar, er Skipana flutti, og bjó þar allan sinn búskap. Eftir hann tók jörðina Jón, er átti dóttur Hannesar, og bjó þar sína tíð. Eftir hann tók jörðina hans son Hafliði og bjó þar sinn aldur og varð

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.