Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 34
B6 að því vísu, aðra skýringu á þessu bæjarnafni hafa menn ekki getað hugsað sér. En nú hefir dr. Björn M. Olsen skýrt mér frá því, að í Norvegi séu mörg staðanöfn mynduð af orðinu váll, sem er »rjóð- ur í skógi myndað við bruna« og »þar sem stofnar standa eftir af brendum skógi«, og þar af sé myndað í smækkaðri merkingu orðið »væla«, sem er lítið brunarjóður. Og þar eð Vælugerðismýri var skógland fyrrum, þá hyggur hann, að bæjarnafnið sé myndað af slíku brendu smárjóðri. Þessa skýringu fellst eg á. Þó það hafi að líkindum ekki tíðkast hér á landi að ryðja skóg með bruna, — þess þurfti ekki, — þá gat það þó komið fyrir af atvikum, t. a. m. af eldi úr kolagröf, eins og sagt er frá um ölkofra. Það er því frem- ur ástæða til að taka upp þessa skýringu, sem mjög er hæpið að halda sér við viðurnefni Arnar. Það er ekki að finna í fornritun- um og eg hefi ekki séð það nema í einu handriti Flóamannasögu, heldur nýlegu, en raunar með fornlegri stafsetningu. Mundi eg hafa lagt minni áherzlu á viðurnefnið, ef eg hefði fyr þekt orðið »væla«, og er mér nú einna næst skapi að hafa »endaskifti á efninu« og hugsa mér viðurnefnið myndað af bæjarnafninu fyr eða síðar á thn- um. Er eg dr. Birni M. Olsen mjög þakklátur fyrir þessa leiðbein- ingu, eins og margar fleiri. X. Á bls. 28 hefi eg tekið það fram, að bæjarnafnið Kaldárholt bendi á, að þeim megin hefði Þjórsá í fyrstu verið kölluð Kaldá. En nú hefi eg séð í Eornbréfasafni II. 87, að i Oddamáldaga er sá bær nefndur Kallaðarholt (= Kallanarh.). Og sé það rétt, er málið fallið. En nokkur ólíkindi eru á því, að það sé rétt. Orðið »kall an« í bæjarnafninu á víst að tákna ferjukallan. Og ekki er ómögu- legt, að hæfur ferjustaður hafi fyrrum verið á ánni hjá Kaldárholti; hún gat þá runnið í einu lagi fram með túninu, þó nú sé hún í mörgum kvíslum. En sé "staður kendur við ferjukallan, þá er það af því, að menn standa þar, er þeir kalla ferju. Ferjubærinn verð- ur þá að vera hinum megin við ána og ekki oflangt frá henni. En á öllu svæðinu móts við Kaldárholtsland eru bæirnir vestanmegin svo langt frá ánni, og hafa altaf verið, að eigi er ætlandi, að ferjað hafi verið frá neinum þeirra. Kaldárholt sjálft hefði orðið að vera ferjubærinn, og þá þurfti ekki að kalla ferju þeim megin, heldur hinum megin. Annars eru bæjanöfn í máldaganum eigi höfð réttari en svo, að naumast er fjarstæða að efast um áreiðanleik þessa bæjar- nafns, þar eð likurnar eru á móti því.-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.