Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 37

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Síða 37
Fornleifafundir, Eftir Brynjúlf Jónsson I. Fornleifafundur í Galtafelli 1907. í vor 1907, byggði Jakob bóndi Jónsson nýtt íbúðarhús i Galta- felli við hliðina á hlöðunni sem byggð var þar vorið 1904 og sagt er frá í Árb. 1906, bls. 31—2. Kjallari var gjör undir íhúðarhús- inu, og er graflð var fyrir honum fundust byggingaleifar, sem auð- sjáanlega voru framhald hinna, sem fundust 1904 er graflð var fyr- ir hlöðunni. Eigi náði kjallaragröfin að vísu saman við hlöðuna, þar var skilin eftir moldarbrík á milii. Þá er grafið liafði verið nær 2 áln. niður, varð fyrir austan megin í gröfinni 1—1 '/4 al. þykkt lag af fjósamykju. Efst var hún blandin smágrjóti sem helzt leit út fyrir að hafa mulist ofan í hana. En þá er lengra kom niður í hana, var hún hrein og sumstaðar nokkuð blaut, einkum norðan til Eigi náði hún að moldarbríkinni, en þar innst í horninu varð fyrir dálítil hrúga af viðarkolum. Undir mykjulaginu var moldarlag rúml. Vé al. þykkt, en undir því var alstaðar hörð gólfskán öskublandin. Framan við gólfskánina og mykjuna voru leifar af grjótvegg. Dá- lítið var grafið framfyrir hann, þvi hann lá nokkru innar enn nú er bæjarröndin. En þar var alstaðar óhreifð mold fyrir og ekkert annað. Veggurinn lá eftir endilangri kjallaragröfinni og hvarf að norðvestanverðu í moldarbríkina, sem eftir var skilin. Eftir stefn- unni hlaut hann að vera framhald veggjarundirstöðu þeirrar, sem fannst þá er fyrir hlöðunni var grafið. Hér var hann 3 lög á hæð tvíhlaðinn úr vel völdum stuðlabergs steinum, er snéru endunum inn í vegginn. Hlið eða dyr voru á veggnum nær suðausturenda kjallai’ans. Hinum megin þeirra sást veggurinn aftur, en þá var ekki grafið lengra í þá átt. Fram um dyrnar lá ræsi eða renna, rúml. 1 fet á dýpt en lítið yfir '/2 fet á vídd. Hún var svo vel hlaðin, að hún hafði ekkert haggast nema að burtu voru liellur þær

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.