Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 38

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Page 38
40 sem hún hefir án efa verið lokuð með í fyrstu. I rennunni var gráhvít leðja og höfðu steinarnir litast af henni. Auðsjáanlega hafði grjótveggurinn verið framveggur mikils húss. Lengd þess frá norð- vestri til suðausturs hefir verið rneiri en breidd hlöðunnar, þykkt moldarbríkurinnar og lengd kjallarans til samans. Bakveggur þessa húss kom ekki í ljós, svo langt inneftir var ekki grafið. Gólfskánin bendir til þess, að hús þetta hafi í fyrstunni verið íbúðarhús. Seinna hefir því verið hleypt upp og mold færð í tóft- ina. Þá er að sjá sem íbúðarhúsið hafi verið sett annarstaðar, en tóft þessa húss, eða nokkuð af henni verið haft fyrir haugstæði. Hið einkennilegasta er grjótmalar blendingurinn í yfirborði mykjunn- ar. Hann sýnist að hafa orðið til í jarðskjálfta, þannig að efsti hluti hárra grjótveggja hafi hrunið yfir mykjuna og hafi það grjót verið smátt. Því ekki mun mega geta þess til að haugurinn hafi verið í húsi með þunnu helluþaki, er hafi molast í jarðskjálftanum. Til þess þætti mér mestar líkur ef gjöra mætti ráð fyrir, að hug- myndin um hús fyrir áburð hafi þá verið þekkt. Líklega hefir grjót- ið í mykjunni valdið því, að hún var eigi notuð eftir að bærinn var byggður upp aftur. Enda hefir honum þá aftur verið hleyft upp, mestalt grjótið úr veggnum verið fært burt og notað annarsstaðar, svo og hellurnar ofan af rennunni. Hin gráhvíta leðja bendir til að rennan hafi legið frá búri í fyrstu. Það hefir þó verið innar en nú var grafið. Jakob bóndi hefir skýrt mér frá þessu. II. Fornleifafundur í Háholti (í Gnúpver.jahreppi). Matthías bóndi Jónsson í Háholti í Gfnúpverjahreppi (í Vestur- bænum) bygði heyhlöðu í vor (1907) vestast í bæjarröndinni. Þar var fjós áður, er nú var fært til hliðar. Þá er grafið var fyrir hlöð- unni og komið var svo sem 1 al. niður frá fjósflórnum, urðu fyrir leifar af öðrum fjósfiór, og þá svo sem ya ai. neðar leifar af hinum þriðja. Svo hafði fjósinu, og án efa öllum bænum, verið hleypt upp hvað eftir annað, en stærstu og þyngstu flórhellurnar í hvort sinn verið skyldar eftir. Hefir þótt óþaríi að stritast við þær, því í Há- holti er nóg og gott hellutak. Svo sem 2 áln. undir neðsta flórn- um varð fyrir einkar einkennileg tóft, 6 áln. löng og 4. áln. víð. Snéri gafi hennar fram i bæjarröndina, en hún horfir mót suðri. Tóft þessi var eingöngu gjör af hellum, er reistar voru á rönd hver

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.