Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 50
52
og skal tiltaka staðinn svo nákvæmloga, sem unt er. Nú kemst
fornmenjavörður að raun um, að fornleifar, scm hann telur nauðsyn
á að friða, séu til á einhverjum stað, og skal hann þegar taka þær
á fornleifaskrá.
6. gr.
Allar þær fornleifar, sem á fornleifaskrá standa, skulu friðaðar,
og sér stjórnarráðið um, að friðhelginni sé þinglýst á því þingi, er
hver einstök fornleif liggur til. Friðhelgi telst frá þinglýsingardegi.
Ef landeigandi eða ábúandi verður fyrir nokkru tjóni við það
að friðhelgi er á lögð, skal greiða. skaðabætur úr landssjóði. Nú rís
ágreiningur milli þess, er hlut á að máli, og stjórnarráðsins um það,
hvort nokkrar skaðabætur skuli greiða eða um upphæð skaðabóta,
og skulu óvilhallir, dómkvaddir menn skera úr því máli. Skaða-
bótakröfur skulu komnar til stjórnarráðsins, áður en 4 mánuðir eru
liðnir frá þinglýsingardegi, ella falla þær niður.
7. gr.
Allar lausar fornleifar, sem taldar eru í 3. grein og eru eldri
en 150 ára, eru friðaðar án þinglýsingar, og eru eign landsins.
Fornleifar þessar skal setja á sérstaka skrá, svo fijótt, sem þvi
verður við komið.
8. gr.
Friðuðum fornleifum má enginn, hvorki landeigandi né ieigu-
liði né nokkur annar, spilla, granda né breyta, laga né aflaga né
úr stað flytja, nema leyft sé í lögum þesum, og skal þá fara eftir
þeim reglum, sem lögin setja.
9. gr.
Skyldur er ábúandi eða leiguliði að gjöra lögreglustjóra við
vart, ef friðuð fornleif liggur undir skemdum af völdum náttúrunn-
ar eða er skemd af manna völdum. Gjörir þá lögreglustjóri þær
bráðabirgðar-ráðstafanir, sem þarf, til að varna skemdum, og skýrir
þegar stjórnarráðinu frá málavöxtum, en stjórnarráðið ákveður með
ráði fornmenjavarðar, hvað gjöra skuli. Aðgjörðin greiðist úr lands
sjóði, nema skemdin sé af manna völdum; þá greiðir sá, er skemdi.
Vilji landeiðandi eða leiguliði gjöra jarðrask það nokkuð, er
haggar við friðuðum fornleifum, eða gjöra nokkuð það, er þeim geti
spilt, skal hann skýra lögreglustjóra frá þvi og um leið lýsa forn-
leifunum og gjöra skýra grein fyrir þeim breytingum, er hann vill