Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 55

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1907, Qupperneq 55
Þá muni, sem á þessa skrá eru settir, skal auðkenna með sér- stöku skrásetningarmerki, ef því veröur við komið, án þess að grip- urinn skemmist við. 20. gr. Þeir forngripir, sem á skrá standa, eru friðaðir á sama hátt og friðaðar fornleifar (sjá 8. grein), Þó er eiganda heimilt, að flytja þá úr stað, en ekki af landi burt. Ef eigandi gefur öðrum skrásettan forngrip, skal hann láta fornmenjavörð vita um eigandaskiftin. Forngripasafnið á forkaupsrétt að skrásettum forngrip, og skal eigandi því ávalt bjóða fornmenjaverði hlutinn, áður en hann selji öðrum hann, ella er sala ógild og fellur þá hluturinn ókeypis til Forngripasafnsins. Nú notar Forngripasafnið eigi forkaupsrétt sinn, þá má eigandi selja hlutinn, en þó skal hann láta fornmenjavörð vita, hverjum hann selur. Ef skrásettur forngripur gengur að erfðum, skal skiftaráðandi eða, ef erflngjaskifti eru, þá erfingi sá, er eignast gripinn, láta forn- menjavörð vita um eigandaskiftin. í hvert skifti, sem eigandaskifti verða að skrásettum forngrip, skal ávalt láta fornmenjavörð vita um eigandaskiftin, ella er eign- arheimildin ógild, og fellur þá hluturinn endurgjaldslaust til Forn- gripasafnsins. Fornmenjavörður skal ávalt geta þess í forngripaskrá, ef eig- andaskifti verða að skrásettum forngrip. 4. kafli. Um útflutning fornmenja og geymslu. 21. gr, Engar fornmenjar, eldri en 150 ára, má flytja úr landi, nema með leyfi stjórnarráðsins. Sé vafi á um aldur slíkra hluta, sker fornmenjavörður úr. 22. gr. Allir forngripir, sem landssjóður eignast eftlr lögum þessum eða á annan hátt, skulu geymdir i Forngripasafni íslands. Þó skal Landsbókasafnið eða Landsskjalasafnið taka við fornum handritum, skjölum og bréfum. 8

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.